Lífið

Veðurfar og geðheilsan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingar sem láta ekki veðrið trufla sig.
Íslendingar sem láta ekki veðrið trufla sig.
Nú þegar haustið er skollið ákvað Vala Matt að skella sér í leiðangur og hitti nokkra skemmtilega Íslendinga sem öll hver á sinn hátt hafa pælt í áhrifum veðursins á okkur sem manneskjur.

Hvernig förum við inn í veturinn? Erum við sátt eða svekkt eftir sumarið?

Ásdís Olsen doktorsnemi er þekkt fyrir meðal annars kennslu í núvitund og einnig hefur hún gefið út bækur og gert sjónvarpsþætti um hamingjuna.

Vala Matt spurði hana meðal annars hvernig núvitundin getur hjálpað okkur að takast á við leiðinlegt veður í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Umhverfissálfræðingurinn Páll Jakob Líndal hefur rannsakað áhrif veðurs á geðheilsu landsmanna. Og listahjónin Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helgi Björns tónlistarmaður sömdu frægasta lag landsins þar sem fjallar er um veður, lagið Húsið og ég (mér finnst rigningin góð) og þau sögðu áhorfendum okkur frá tilurð lagsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×