Góðærið er búið Hörður Ægisson skrifar 5. október 2018 07:00 Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar