Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 20:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir til fulls. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09