Horfði á tjaldið fjúka inn í nóttina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:30 Sara Kristín Þorleifsdóttir fann aldeilis fyrir veðrinu í Eyjum í gær. Mynd/Facebook Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30