Býst við því að niðurstöður í máli Braga verði birtar í dag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 14:04 Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, segist vilja tryggja að formennirnir fái niðurstöðurnar áður en þær verði birtar opinberlega. velferðarráðuneytið Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, á von á því að niðurstaða sem liggur fyrir í athugun velferðarráðuneytisins í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, verði birt í dag. Athugun var sett í gang af hálfu ráðuneytisins eftir að Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfunum var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Á föstudag tilkynnti velferðarráðuneytið að Bragi væri útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir ásakanir starfsfólks barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda og segir mikilvægt að niðurstöðurnar verði birtar sem fyrst.Vísir/SamsettVilja tryggja að formennirnir fái niðurstöðurnar áður en þær verða birtar opinberlega „Fjölmiðlar hafa verið að spyrjast fyrir um og óskað eftir því að fá þessar niðurstöður en ráðuneytið er ekki búið að svara neinum fjölmiðlum eða láta þessi gögn af hendi vegna þess að það er númer eitt að hafa það alveg á hreinu að formenn barnaverndarnefndanna sjálfra séu komnir með niðurstöðurnar áður en að aðrir fá þær,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég á frekar von á því að þetta verði birt en þetta er allt svo nýtt. Fjölmiðlar voru farnir að óska eftir bréfum til nefndanna áður en búið var að senda bréfin út þannig að það var aðeins of snemmt að bregðast við því,“ segir Margrét sem þorir ekki að fullyrða að niðurstaðan verði birt í dag en segir þó að sér finnist það ekki ólíklegt. „Þá verður send út tilkynning eins og venjulega er gert og vakin athygli á því.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, á von á því að niðurstaða sem liggur fyrir í athugun velferðarráðuneytisins í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, verði birt í dag. Athugun var sett í gang af hálfu ráðuneytisins eftir að Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfunum var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Á föstudag tilkynnti velferðarráðuneytið að Bragi væri útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir ásakanir starfsfólks barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda og segir mikilvægt að niðurstöðurnar verði birtar sem fyrst.Vísir/SamsettVilja tryggja að formennirnir fái niðurstöðurnar áður en þær verða birtar opinberlega „Fjölmiðlar hafa verið að spyrjast fyrir um og óskað eftir því að fá þessar niðurstöður en ráðuneytið er ekki búið að svara neinum fjölmiðlum eða láta þessi gögn af hendi vegna þess að það er númer eitt að hafa það alveg á hreinu að formenn barnaverndarnefndanna sjálfra séu komnir með niðurstöðurnar áður en að aðrir fá þær,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég á frekar von á því að þetta verði birt en þetta er allt svo nýtt. Fjölmiðlar voru farnir að óska eftir bréfum til nefndanna áður en búið var að senda bréfin út þannig að það var aðeins of snemmt að bregðast við því,“ segir Margrét sem þorir ekki að fullyrða að niðurstaðan verði birt í dag en segir þó að sér finnist það ekki ólíklegt. „Þá verður send út tilkynning eins og venjulega er gert og vakin athygli á því.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira