Bragi Guðbrandsson, sem er í leyfi frá störfum sem forstjóri Barnaverndarstofu, mun mæta á fund velferðarnefndar á miðvikudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndarsviði Alþingis en fundurinn hefst klukkan 10 og stendur yfir í um klukkustund en hann verður opinn öllum.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti á fund nefndarinnar í morgun en boðað var til fundarins til að ræða mál Braga og meint afskipti hans af barnaverndarmáli í Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkisstjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Á fundinum sagði Ásmundur Einar að fyrirtæki hefði verið ráðið til að gera úttekt á barnaverndarmálum í landinu. Sagði Ásmundur þá vinnu vera hafna og niðurstöðu megi vænta í haust.
Bragi mætir á fund velferðarnefndar

Tengdar fréttir

Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega
Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar.

Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu
Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst.