Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir VR safna sögum af því óréttlæti sem skjólstæðingar leigufélaganna segjast finna fyrir. „Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira