Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir VR safna sögum af því óréttlæti sem skjólstæðingar leigufélaganna segjast finna fyrir. „Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira