Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54