Segir Kínverja skipta sér af komandi kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 18:59 Donald Trump á fundi öyrggisráðsins í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira