Kamerúnskur prins uppgvötaði stóra manninn sem er að breyta körfuboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:00 Joel Embiid er skemmtilegur fír. vísir/getty Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, er smám saman að breyta því hvernig menn horfa á íþróttina en þessi stóri strákur getur gert svo margt annað en bara að standa undir körfunni og leggja boltann ofan í. Embiid er einn besti stóri maður sem sést hefur í NBA-deildinni í langan tíma og svo sannarlega einn sá fjölhæfasti en hann byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall og það í heimalandi sínu Kamerún. Embiid æfði blak til 16 ára aldurs og var á leiðinni til Frakklands að taka blakferilinn á næsta þrep þegar að körfuboltinn tók við. Hann fór í körfuboltabúðir Luc Mbah a Moute og þar hófst mögnuð ferð hans í NBA-deildina. Moute hefur spilað um árabil í NBA-deildinni en hann er frá Yaoundé í Kamerún eins og Embiid. Hann er reyndar sonur höfðingja í þorpi rétt fyrir utan bæinn og kallast því prins í heimalandinu. Ekki amalegur titill það. Eftir að Mbah a Moute komst sjálfur í NBA-deildina vildi hann hjálpa fleiri samlöndum sínum að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk í menntaskólum og háskólum. Hann setti upp árlegar sumarbúðir og árið 2011 rakst hann á slána sem réð lítið við hreyfingar sínar. Hann sá þó eitthvað í stráknum og sendi hann til Bandaríkjanna. Þetta var auðvitað Embiid en eftir stutta dvöl í Kansas-háskólanum fór hann í NBA-deildina og er orðin algjör stjarna. VICE Sports gerði skemmtilega 22 mínútna heimildamynd um körfuboltann í Kamerún í tengingu við þessa skemmtilegu sögu Embiid en hana má sjá hér að neðan. NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, er smám saman að breyta því hvernig menn horfa á íþróttina en þessi stóri strákur getur gert svo margt annað en bara að standa undir körfunni og leggja boltann ofan í. Embiid er einn besti stóri maður sem sést hefur í NBA-deildinni í langan tíma og svo sannarlega einn sá fjölhæfasti en hann byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall og það í heimalandi sínu Kamerún. Embiid æfði blak til 16 ára aldurs og var á leiðinni til Frakklands að taka blakferilinn á næsta þrep þegar að körfuboltinn tók við. Hann fór í körfuboltabúðir Luc Mbah a Moute og þar hófst mögnuð ferð hans í NBA-deildina. Moute hefur spilað um árabil í NBA-deildinni en hann er frá Yaoundé í Kamerún eins og Embiid. Hann er reyndar sonur höfðingja í þorpi rétt fyrir utan bæinn og kallast því prins í heimalandinu. Ekki amalegur titill það. Eftir að Mbah a Moute komst sjálfur í NBA-deildina vildi hann hjálpa fleiri samlöndum sínum að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk í menntaskólum og háskólum. Hann setti upp árlegar sumarbúðir og árið 2011 rakst hann á slána sem réð lítið við hreyfingar sínar. Hann sá þó eitthvað í stráknum og sendi hann til Bandaríkjanna. Þetta var auðvitað Embiid en eftir stutta dvöl í Kansas-háskólanum fór hann í NBA-deildina og er orðin algjör stjarna. VICE Sports gerði skemmtilega 22 mínútna heimildamynd um körfuboltann í Kamerún í tengingu við þessa skemmtilegu sögu Embiid en hana má sjá hér að neðan.
NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira