Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:34 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun sé verið að hygla fjármagnseigendum. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09