Bíó og sjónvarp

Tuttugu þúsund manns séð Víti í Vestmannaeyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víti í Vestmannaeyjum fer vel af stað.
Víti í Vestmannaeyjum fer vel af stað.
Tæplega tuttugu þúsund gestir hafa séð myndina Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Þetta kemur fram á vefsíðunni Klapptré.

Fimm íslenskar bíómyndir eru nú í sýningum í kvikmyndahúsum á sama tíma. Í vikunni komu 9,205 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 19,234 séð hana eftir aðra sýningarhelgi.

Lói er í áttunda sæti eftir 9. sýningarhelgi en hún fékk 828 gesti í vikunni. Alls hafa 21,719 séð myndina hingað til.

Andið eðlilega er í 10. sæti eftir fjórðu sýningarhelgi. 532 sáu myndina í vikunni, en alls hafa 4,660 gestir séð kvikmyndina Andið eðlilega.

Hér að neðan má sjá ítarlegri tölur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.