Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 13:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti