Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 12:00 Tomas Svensson var hinn hressasti í Víkinni í gær. vísir/rakel ósk Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira
Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00