Erlent

Vilja framselja Puigdemont

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. Vísir/AFP
Saksóknarar í þýska bænum Schleswig fóru í gær fram á við dómstóla að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði framseldur til Spánar. Í tilkynningu kom fram að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vandlega yfirferð yfir evrópska handtökuskipun sem Spánverjar gáfu út á dögunum.

Puigdemont hefur verið í haldi í fangelsinu í Neumünster frá 25. mars, eða allt frá því hann kom til Þýskalands frá Danmörku. Hann hefur undanfarna mánuði verið í sjálfskipaðri útlegð.

Ríkissaksóknari Spánar gaf út ákæru á hendur honum, og öðrum fyrrverandi ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar, í fyrra vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu októbermánaðar þar sem Katalónar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði. Er Puigdemont ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu.


Tengdar fréttir

Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont

Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins.

Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu

Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×