Innlent

Eigendur Kersins hagnast um nærri 60 milljónir

Hörður Ægisson skrifar
Gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi skilaði Kerfélaginu samtals 113 milljónum í tekjur í fyrra.
Gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi skilaði Kerfélaginu samtals 113 milljónum í tekjur í fyrra. Vísir/ERNIR
Hagnaður Kerfélagsins, eiganda Kersins í Grímsnesi, var ríflega 58 milljónir króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist frá árinu 2016 þegar hann var 30 milljónir. Þá námu tekjur félagsins 113 milljónum og jukust um meira en 60 prósent á milli ára.

Þetta má lesa út úr nýjum ársreikningi Kerfélagsins sem er í jafnri eigu Óskars Magnússonar, Ásgeirs Bolla Kristinssonar, Jóns Pálmasonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar.

Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Í samtali við Fréttablaðið fyrir ári sagði Óskar, stjórnarformaður Kersins, að um 150 þúsund manns hefðu heimsótt eldgíginn á árinu 2016. Miðað við mikla tekjuaukningu félagsins í fyrra, þegar það rukkaði gesti um 113 milljónir í aðgangseyri, má því ætla að samtals um 240 þúsund hafi þá heimsótt Kerið.

Hluthafar Kersins hafa hingað til ekki greitt sér neinn arð út úr félaginu. Óskar hefur sagt að engin ákvörðun um arðgreiðslu hafi verið tekin og vísað til þess að félagið vilji eiga fyrir þeim tugmilljóna framkvæmdum sem það hefur ráðist í og áformaðar eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×