Er of mikið lesið í Snapchat? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar