Heppni Olofs Palme Ögmundur Jónasson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaðakona, Vanessa Beeley, flutti erindi.Gegn heimsvaldastefnu Vanessa Beeley kom hreint til dyranna, tók afstöðu með Sýrlandsstjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í fullvalda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change“. Hún var með öðrum orðum að andæfa heimsvaldastefnu. Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn“ ættu fátt sammerkt með stjórnarandstæðingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum. Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofnana“ svokallaðra, sem fái ógagnrýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hagsmunaaðila í upplýsingastríðinu. Hver étur upp eftir öðrum Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkisútvarpsins var farið háðulegum orðum um hina gestkomandi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum“ að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga“ sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspekúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust! Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými. Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrrgreinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður-Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nánari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tímans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu. Leiðari Fréttablaðsins En sennilega toppaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjónaði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?““. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingarreglu ríkja heims um óumbreytanleika landamæra. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raunveruleg ógn við þjóðir heims ef herveldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stórveldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksforseta á meðan hann var handgenginn Vesturveldunum. Varla ást á Ho Chi Minh Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma. Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóðlegri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn samræmdrar utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagnrýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna“. Hann varð fyrir ómældri gagnrýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaðakona, Vanessa Beeley, flutti erindi.Gegn heimsvaldastefnu Vanessa Beeley kom hreint til dyranna, tók afstöðu með Sýrlandsstjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í fullvalda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change“. Hún var með öðrum orðum að andæfa heimsvaldastefnu. Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn“ ættu fátt sammerkt með stjórnarandstæðingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum. Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofnana“ svokallaðra, sem fái ógagnrýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hagsmunaaðila í upplýsingastríðinu. Hver étur upp eftir öðrum Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkisútvarpsins var farið háðulegum orðum um hina gestkomandi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum“ að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga“ sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspekúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust! Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými. Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrrgreinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður-Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nánari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tímans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu. Leiðari Fréttablaðsins En sennilega toppaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjónaði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?““. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingarreglu ríkja heims um óumbreytanleika landamæra. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raunveruleg ógn við þjóðir heims ef herveldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stórveldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksforseta á meðan hann var handgenginn Vesturveldunum. Varla ást á Ho Chi Minh Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma. Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóðlegri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn samræmdrar utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagnrýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna“. Hann varð fyrir ómældri gagnrýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn.Höfundur er fv. alþingismaður
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun