Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 0-2 | Tvö mörk í fyrri hálfleik komu stelpunum okkar á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2018 16:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í leiknum. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í toppsætið í sínum riðli í undankeppni HM 2019 eftir 2-0 útisigur í Slóveníu. Með sigrinum komust íslenska stelpurnar upp fyrir Þýskaland og í efsta sæti riðilsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörkin sem komu bæði í fyrri hálfleik eftir löng innköst frá Sif Atladóttur. Stigin þrjú voru mikilvægust í þessum fyrsta mótsleik ársins og íslenska liðið landaði þeim þótt að ýmislegt væri hægt að finna að í leik liðsins. Liðið var þó með ágæt tök á leiknum og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru föstu leikatriðin sem voru hættulegust hjá íslensku stelpunum í þessum leik. Besti kafli íslenska liðsins var eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir fimmtán mínútur. Í framhaldinu kom Rakel Hönnudóttir íslenska liðinu í 2-0 og liðið fékk líka nokkur færi til viðbótar. Liðið kláraði fyrri hálfleikinn vel og það leit út fyrir öruggan sigur. Íslensku stelpurnar náðu aftur á móti ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir þegar seinni hálfleikurinn hófst. Í stað þess að ganga hreint til verks og gera út um leikinn þá gáfu okkar stelpur aðeins eftir. Slóvenska liðið gerði mun betur í seinni hálfleiknum og íslensku stelpurnar voru ekki sannfærandi stóran hluta af seinni hálfleiknum. Lokakaflinn var hinsvegar ágætur. Varamennirnir Harpa Þorsteinsdóttir og Elín Metta Jensen komu inná undir lokin og lífguðu svolítið upp á sóknarleikinn. Íslenska liðið fékk líka í framhaldinu ágæt færi undir lokin en mörkin urðu ekki fleiri. Íslenska vörnin hélt vel í leiknum og slóvensku stelpurnar sköpuðu sér ekki mikið af færum. Baráttan var til fyrirmyndar en það þarf að slípa sóknarleikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var besti maður íslenska liðsins í leiknum, vann bolta út um allan völl, skoraði mikilvægt fyrsta mark og skapaði nokkur góð færi fyrir félaga sína. Næsti leikur íslenska liðsins er út í Færeyjum á þriðjudaginn kemur og þar ætti liðið að ná í þrjú skyldustig til viðbótar. HM 2019 í Frakklandi
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í toppsætið í sínum riðli í undankeppni HM 2019 eftir 2-0 útisigur í Slóveníu. Með sigrinum komust íslenska stelpurnar upp fyrir Þýskaland og í efsta sæti riðilsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörkin sem komu bæði í fyrri hálfleik eftir löng innköst frá Sif Atladóttur. Stigin þrjú voru mikilvægust í þessum fyrsta mótsleik ársins og íslenska liðið landaði þeim þótt að ýmislegt væri hægt að finna að í leik liðsins. Liðið var þó með ágæt tök á leiknum og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru föstu leikatriðin sem voru hættulegust hjá íslensku stelpunum í þessum leik. Besti kafli íslenska liðsins var eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir fimmtán mínútur. Í framhaldinu kom Rakel Hönnudóttir íslenska liðinu í 2-0 og liðið fékk líka nokkur færi til viðbótar. Liðið kláraði fyrri hálfleikinn vel og það leit út fyrir öruggan sigur. Íslensku stelpurnar náðu aftur á móti ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir þegar seinni hálfleikurinn hófst. Í stað þess að ganga hreint til verks og gera út um leikinn þá gáfu okkar stelpur aðeins eftir. Slóvenska liðið gerði mun betur í seinni hálfleiknum og íslensku stelpurnar voru ekki sannfærandi stóran hluta af seinni hálfleiknum. Lokakaflinn var hinsvegar ágætur. Varamennirnir Harpa Þorsteinsdóttir og Elín Metta Jensen komu inná undir lokin og lífguðu svolítið upp á sóknarleikinn. Íslenska liðið fékk líka í framhaldinu ágæt færi undir lokin en mörkin urðu ekki fleiri. Íslenska vörnin hélt vel í leiknum og slóvensku stelpurnar sköpuðu sér ekki mikið af færum. Baráttan var til fyrirmyndar en það þarf að slípa sóknarleikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var besti maður íslenska liðsins í leiknum, vann bolta út um allan völl, skoraði mikilvægt fyrsta mark og skapaði nokkur góð færi fyrir félaga sína. Næsti leikur íslenska liðsins er út í Færeyjum á þriðjudaginn kemur og þar ætti liðið að ná í þrjú skyldustig til viðbótar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti