Enn ein heimsskýrslan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. apríl 2018 07:00 Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar