Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:15 Myndin er frá sjúkrahúsinu Vogi þaðan sem sjúklingar hafa meðal annars komið í eftirmeðferð á göngudeildina á Akureyri. vísir/heiða Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur. Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur.
Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira