Heilbrigðisráðherra segir það hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira