Stefnir í hörð átök um Eflingu Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2018 14:49 Allt stefnir í að fram komi mótframboð gegn lista forystu Eflingar til nýrrar stjórnar. Nái það fram að ganga gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir verkalýðshreyfinguna alla. Fyrir liggur að Sigurður Bessason formaður Eflingar hættir nú innan fáeinna daga. Uppstillinganefnd hefur lagt fram, með blessun trúnaðarráðs, lista yfir nýja menn í stjórn, þar með talið formannsefni sem er Ingvar Vigur Halldórsson. Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að því að setja saman mótframboð og hefur nafn Sólveigar Önnu Jónsdóttur verið nefnt sem hugsanlegt formannsefni þeirra sem vilja fara fram gegn núverandi forystu. Vísi tókst ekki að ná tali af henni nú síðdegis. Framboðsfrestur rennur út klukkan 16:00 á mánudaginn næstkomandi. Boðað hefur verið til fundar í kvöld þar sem farið verður nánar yfir stöðu mála og að öllum líkindum gengið frá mótframboði.Sigurður Bessason hverfur nú frá formennsku í Eflingu eftir 18 ár.visir/gvaÍ hinu stóra samhengi gæti þetta verið undanfari stórtíðinda innan verkalýðshreyfingarinnar allrar. Meðlimir Eflingar eru um 28 þúsund manns. Nái mótframboðið fram að ganga eru Efling og VR, hvar Ragnar Þór Ingólfsson er formaður eftir formannsslag þar, komin með meirihluta innan ASÍ. Sem þá þýðir að verulega fer að hitna undir Gylfa Arnbjörnssyni, formanni þar á bæ. Þeir Ragnar Þór og Gylfi hafa eldað grátt silfur að undanförnu.Nýr kafli tekur við hjá Sigurði BessasyniVísir ræddi við Sigurð Bessason á dögunum, hann hverfur nú frá formennsku í Eflingu eftir 18 ára starf. Hann segir þetta eðli máls samkvæmt. Þegar menn hafa verið nægilega lengi til starfa taki annað við. „Það liggur ekkert fyrir um það hvað ég er að fara að gera. engin plön um það. Engu ráðstafað en við tekur nýr kafli. Nýtt tímabil tekur við og maður skipuleggur líf sitt uppá nýtt,“ segir Sigurður. Hann segir að uppstillingarnefnd hafi það hlutverk með höndum innan félagsins að stilla upp stjórn á hverjum tíma. „Síðan er sá listi tilkynntur og auglýstur eins og búið er að gera. Og af aflokknum þeim tíma kemur í ljós hvort um er að ræða annan lista. Skipt er út á þessu ári en inn fara átta nýir í 15 manna stjórn.“Tillaga uppstillinganefndar: Ingvar Vigur Halldórsson er formannsefni, gjaldkeri Ragnar Ólason og meðstjórnendur: Halldór Valur Geirsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Ingibjörg Sigríður Árnadóttir, Kolbrún Eva Sigurðardóttir, Kristján Benediktsson og Sigurlaug Brynjólfsdóttir.Sigurður styður Ingvar VigurSigurður segir að sér sé ekki kunnugt um mótframboð. „Það eru sjálfsagt alltaf einhverjar vangaveltur. En, fyrir liggur að listi uppstillinganefndar nýtur stuðnings ríkjandi forystu. „Þetta gerist þannig að uppstillinganefnd leggur fram á hverjum tíma hverjir eigi að koma inn, fer til trúnaðarráðs og það leggur á endanum blessun sína yfir það. er að koma þarna inn. Ungur maður sem gefur kost á sér sem formaður og ég held að hann sé mjög gott formannsefni í félaginu.“ Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistafélags Íslands, er áhugasamur um stöðu mála í verkalýðshreyfingunni. Og hann telur stórtíðindi í vændum. Gunnar Smári segir lykilatriði fyrir launafólk að Efling, hvar lunginn af láglaunafólki er, sé í lagi, og telur góðar líkur á að nýr listi nái máli.Gamli formaðurinn tapar alltaf„Fólk sem er í félaginu, grasrótinni, er að undirbúa mótframboð gegn lista forystunnar. Fundur í kvöld. Í gömlu dósaverksmiðjunni,“ segir Gunnar Smári og rekur það að eftir hrun hafi það verið regla að nýtt framboð innan hreyfinga launafólks hafi sigrað í kosningum. Hann nefnir VR og Kennarasambandi sem dæmi.Gunnar Smári fylgist grannt með gangi mála og telur að stórtíðindi séu í vændum.visir/eyþór„Gamli formaðurinn tapar alltaf. Forysta verkalýðshreyfingarinnar er búin að tapa tiltrú félagsmanna sinna. Og líkur eru á því að það muni gerast ef forystu Eflingar tekst ekki að ógilda framboðið með einhverjum æfingum,“ segir Gunnar Smári og segir af dæmi þar sem félagi í Eflingu hafi haft samband við skrifstofuna og þar hafi honum verið neitað um upplýsingar, hvort viðkomandi væri á skrá eða ekki. Þá furðar hann sig á formannsefni uppstillinganefndar Eflingar, segir hann ekki hafa svo mikið sem opnað á sér munninn opinberlega um kjör láglaunafólks.Stórtíðindi ef nýtt framboð nær brautargengiÁ undirbúningsfundi í vikunni var kallað á Ragnar Þór sem fór yfir það hvernig breytingar innan verkalýðshreyfingarinnar ganga fyrir sig. Þar sagði hann að fundarmenn væru bylgingin sem þyrfti að verða. Ef þetta gengur eftir þýðir þetta að „Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson á Akranesi munu leiða baráttu verkalýðsins á næstu árum. Sem eru stórfréttir og gleðitíðindi fyrir stóran hluta verkalýðs. Venjulegu fólki finnst forystan ekki tala sínu máli,“ segir Gunnar Smári sem fylgist af áhuga með framvindu mála. Meðal þess sem stuðningsmenn nýs framboðs þykir skjóta skökku við er að á lista uppstillinganefndarinnar er ekki einn einasti af erlendu bergi brotinn, sem þó eru stór hluti félagsmanna Eflingar.Verkafólk ber góðærið á herðum sér en ber ekkert úr býtumUppfært 15:30 Vísi tókst að ná Sólveigu Önnu sem var ekki tilbúin að segja til um það á þessu stigi máls hvort hún muni gefa kost á sér til að leiða lista mótframboðs. Hún segir að það muni liggja fyrir á fundinum sem boðað hefur verið til í kvöld.Sólveig Anna segir mælinn fullan hjá verkafólki sem ber góðærið á herðum sér en fær lítt sem ekkert fyrir sinn snúð.visir/anton brink„Það er mikill hugur í Eflingarfólki. Eftir samtöl okkar á milli, fólks sem kemur víða að innan félagsins, alls ekki einsleitur hópur, ég hef til að mynda verið ófaglærður starfsmaður leiksskóla frá 2008, þetta er allskonar fólk, þá liggur það fyrir,“ segir Sólveig Anna og ítrekar að sá hópur sem hyggur á framboð innan Eflingar, gegn lista núverandi forystu, komi úr ýmsum starfsgreinum.Sama hversu verkafólk hleypur hratt...„En, við eigum þetta sameiginlega að telja að ekki sé lengur hægt að bjóða verkafólki á Íslandi uppá það að búa við þetta svakalega arðrán. Við höldum raunverulega samfélaginu á herðunum og hin mikilvæga vinna okkar skilar okkur litlu sem engu til baka. Við fórum í gegnum fyrra góðærið án þess að uppskera neitt. Og við þurftum að taka á okkur kreppuna á mjög brútal hátt, og verkafólk á Íslandi veit það að af reynslu að kreppur eru hrikalegar fyrir vinnandi fólk.“ Sólveig Anna segir að nú sé komið annað góðæri og enn á ný sé verkafólk í þeirri stöðu að þurfa að keyra það áfram með stöðugri vinnu sinni. „Fólk er í tveimur og fleiri vinnum, af því að húsnæðiskostnaður hefur hækkað brjálæðislega og það skiptir engu máli hvað ivð hlaupum hratt og mikið, okkur tekst aldrei að afla nógu mikilla tekna til að geta rekið eðlilegt og öruggt líf.“ Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrir liggur að Sigurður Bessason formaður Eflingar hættir nú innan fáeinna daga. Uppstillinganefnd hefur lagt fram, með blessun trúnaðarráðs, lista yfir nýja menn í stjórn, þar með talið formannsefni sem er Ingvar Vigur Halldórsson. Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að því að setja saman mótframboð og hefur nafn Sólveigar Önnu Jónsdóttur verið nefnt sem hugsanlegt formannsefni þeirra sem vilja fara fram gegn núverandi forystu. Vísi tókst ekki að ná tali af henni nú síðdegis. Framboðsfrestur rennur út klukkan 16:00 á mánudaginn næstkomandi. Boðað hefur verið til fundar í kvöld þar sem farið verður nánar yfir stöðu mála og að öllum líkindum gengið frá mótframboði.Sigurður Bessason hverfur nú frá formennsku í Eflingu eftir 18 ár.visir/gvaÍ hinu stóra samhengi gæti þetta verið undanfari stórtíðinda innan verkalýðshreyfingarinnar allrar. Meðlimir Eflingar eru um 28 þúsund manns. Nái mótframboðið fram að ganga eru Efling og VR, hvar Ragnar Þór Ingólfsson er formaður eftir formannsslag þar, komin með meirihluta innan ASÍ. Sem þá þýðir að verulega fer að hitna undir Gylfa Arnbjörnssyni, formanni þar á bæ. Þeir Ragnar Þór og Gylfi hafa eldað grátt silfur að undanförnu.Nýr kafli tekur við hjá Sigurði BessasyniVísir ræddi við Sigurð Bessason á dögunum, hann hverfur nú frá formennsku í Eflingu eftir 18 ára starf. Hann segir þetta eðli máls samkvæmt. Þegar menn hafa verið nægilega lengi til starfa taki annað við. „Það liggur ekkert fyrir um það hvað ég er að fara að gera. engin plön um það. Engu ráðstafað en við tekur nýr kafli. Nýtt tímabil tekur við og maður skipuleggur líf sitt uppá nýtt,“ segir Sigurður. Hann segir að uppstillingarnefnd hafi það hlutverk með höndum innan félagsins að stilla upp stjórn á hverjum tíma. „Síðan er sá listi tilkynntur og auglýstur eins og búið er að gera. Og af aflokknum þeim tíma kemur í ljós hvort um er að ræða annan lista. Skipt er út á þessu ári en inn fara átta nýir í 15 manna stjórn.“Tillaga uppstillinganefndar: Ingvar Vigur Halldórsson er formannsefni, gjaldkeri Ragnar Ólason og meðstjórnendur: Halldór Valur Geirsson, Hrönn Bjarnþórsdóttir, Ingibjörg Sigríður Árnadóttir, Kolbrún Eva Sigurðardóttir, Kristján Benediktsson og Sigurlaug Brynjólfsdóttir.Sigurður styður Ingvar VigurSigurður segir að sér sé ekki kunnugt um mótframboð. „Það eru sjálfsagt alltaf einhverjar vangaveltur. En, fyrir liggur að listi uppstillinganefndar nýtur stuðnings ríkjandi forystu. „Þetta gerist þannig að uppstillinganefnd leggur fram á hverjum tíma hverjir eigi að koma inn, fer til trúnaðarráðs og það leggur á endanum blessun sína yfir það. er að koma þarna inn. Ungur maður sem gefur kost á sér sem formaður og ég held að hann sé mjög gott formannsefni í félaginu.“ Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistafélags Íslands, er áhugasamur um stöðu mála í verkalýðshreyfingunni. Og hann telur stórtíðindi í vændum. Gunnar Smári segir lykilatriði fyrir launafólk að Efling, hvar lunginn af láglaunafólki er, sé í lagi, og telur góðar líkur á að nýr listi nái máli.Gamli formaðurinn tapar alltaf„Fólk sem er í félaginu, grasrótinni, er að undirbúa mótframboð gegn lista forystunnar. Fundur í kvöld. Í gömlu dósaverksmiðjunni,“ segir Gunnar Smári og rekur það að eftir hrun hafi það verið regla að nýtt framboð innan hreyfinga launafólks hafi sigrað í kosningum. Hann nefnir VR og Kennarasambandi sem dæmi.Gunnar Smári fylgist grannt með gangi mála og telur að stórtíðindi séu í vændum.visir/eyþór„Gamli formaðurinn tapar alltaf. Forysta verkalýðshreyfingarinnar er búin að tapa tiltrú félagsmanna sinna. Og líkur eru á því að það muni gerast ef forystu Eflingar tekst ekki að ógilda framboðið með einhverjum æfingum,“ segir Gunnar Smári og segir af dæmi þar sem félagi í Eflingu hafi haft samband við skrifstofuna og þar hafi honum verið neitað um upplýsingar, hvort viðkomandi væri á skrá eða ekki. Þá furðar hann sig á formannsefni uppstillinganefndar Eflingar, segir hann ekki hafa svo mikið sem opnað á sér munninn opinberlega um kjör láglaunafólks.Stórtíðindi ef nýtt framboð nær brautargengiÁ undirbúningsfundi í vikunni var kallað á Ragnar Þór sem fór yfir það hvernig breytingar innan verkalýðshreyfingarinnar ganga fyrir sig. Þar sagði hann að fundarmenn væru bylgingin sem þyrfti að verða. Ef þetta gengur eftir þýðir þetta að „Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson á Akranesi munu leiða baráttu verkalýðsins á næstu árum. Sem eru stórfréttir og gleðitíðindi fyrir stóran hluta verkalýðs. Venjulegu fólki finnst forystan ekki tala sínu máli,“ segir Gunnar Smári sem fylgist af áhuga með framvindu mála. Meðal þess sem stuðningsmenn nýs framboðs þykir skjóta skökku við er að á lista uppstillinganefndarinnar er ekki einn einasti af erlendu bergi brotinn, sem þó eru stór hluti félagsmanna Eflingar.Verkafólk ber góðærið á herðum sér en ber ekkert úr býtumUppfært 15:30 Vísi tókst að ná Sólveigu Önnu sem var ekki tilbúin að segja til um það á þessu stigi máls hvort hún muni gefa kost á sér til að leiða lista mótframboðs. Hún segir að það muni liggja fyrir á fundinum sem boðað hefur verið til í kvöld.Sólveig Anna segir mælinn fullan hjá verkafólki sem ber góðærið á herðum sér en fær lítt sem ekkert fyrir sinn snúð.visir/anton brink„Það er mikill hugur í Eflingarfólki. Eftir samtöl okkar á milli, fólks sem kemur víða að innan félagsins, alls ekki einsleitur hópur, ég hef til að mynda verið ófaglærður starfsmaður leiksskóla frá 2008, þetta er allskonar fólk, þá liggur það fyrir,“ segir Sólveig Anna og ítrekar að sá hópur sem hyggur á framboð innan Eflingar, gegn lista núverandi forystu, komi úr ýmsum starfsgreinum.Sama hversu verkafólk hleypur hratt...„En, við eigum þetta sameiginlega að telja að ekki sé lengur hægt að bjóða verkafólki á Íslandi uppá það að búa við þetta svakalega arðrán. Við höldum raunverulega samfélaginu á herðunum og hin mikilvæga vinna okkar skilar okkur litlu sem engu til baka. Við fórum í gegnum fyrra góðærið án þess að uppskera neitt. Og við þurftum að taka á okkur kreppuna á mjög brútal hátt, og verkafólk á Íslandi veit það að af reynslu að kreppur eru hrikalegar fyrir vinnandi fólk.“ Sólveig Anna segir að nú sé komið annað góðæri og enn á ný sé verkafólk í þeirri stöðu að þurfa að keyra það áfram með stöðugri vinnu sinni. „Fólk er í tveimur og fleiri vinnum, af því að húsnæðiskostnaður hefur hækkað brjálæðislega og það skiptir engu máli hvað ivð hlaupum hratt og mikið, okkur tekst aldrei að afla nógu mikilla tekna til að geta rekið eðlilegt og öruggt líf.“
Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira