Becker gjaldþrota og vill selja bikara upp í skuldir en veit ekki hvar þeir eru Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 15:45 Boris Becker átti einu sinni þennan bikar. vísir/getty Fyrrverandi tenniskappinn og stórmeistarinn Boris Becker er búinn að týna fimm af sex bikurum sem hann fékk fyrir að vinna risamót á sínum glæsta ferli. BBC greinir frá. Becker vann Wimbledon-mótið þrívegis, opna ástralska tvisvar sinnum og opna bandaríska meistaramótið einu sinni en titlunum safnaði hann frá 1985-1996. Hann var á sínum tíma besti tennisleikari heims samkvæmt styrkleikalistanum. Þjóðverjinn var úrskurðaður gjaldþrota í júní á síðasta ári og vill nú selja bikarana sem hann fékk fyrir að vinna risamótin til að borga upp eitthvað af sínum skuldum. Gallin er að hann veit ekki hvar þeir eru. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem sér um gjaldþrotaskipti hans. Hann á bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna opna bandaríska meistaramótið en leitað er að þeim sem hann fékk fyrir að vinna opna ástralska og öllum þremur Wimbledon-bikurunum. Forsvarsmenn enska, þýska, franska og ástralska tennissambandsins hafa fengið fyrirspurn frá þeim sem sjá um málefni Beckers en enginn veit hvar bikararnir eru staðsettir. Becker hefur starfað í viðskiptum og í fjölmiðlum síðan að hann lagði spaðann á hilluna. Þá var hann þjálfari Novak Djokovic frá 2013-2016. Tennis Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira
Fyrrverandi tenniskappinn og stórmeistarinn Boris Becker er búinn að týna fimm af sex bikurum sem hann fékk fyrir að vinna risamót á sínum glæsta ferli. BBC greinir frá. Becker vann Wimbledon-mótið þrívegis, opna ástralska tvisvar sinnum og opna bandaríska meistaramótið einu sinni en titlunum safnaði hann frá 1985-1996. Hann var á sínum tíma besti tennisleikari heims samkvæmt styrkleikalistanum. Þjóðverjinn var úrskurðaður gjaldþrota í júní á síðasta ári og vill nú selja bikarana sem hann fékk fyrir að vinna risamótin til að borga upp eitthvað af sínum skuldum. Gallin er að hann veit ekki hvar þeir eru. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem sér um gjaldþrotaskipti hans. Hann á bikarinn sem hann fékk fyrir að vinna opna bandaríska meistaramótið en leitað er að þeim sem hann fékk fyrir að vinna opna ástralska og öllum þremur Wimbledon-bikurunum. Forsvarsmenn enska, þýska, franska og ástralska tennissambandsins hafa fengið fyrirspurn frá þeim sem sjá um málefni Beckers en enginn veit hvar bikararnir eru staðsettir. Becker hefur starfað í viðskiptum og í fjölmiðlum síðan að hann lagði spaðann á hilluna. Þá var hann þjálfari Novak Djokovic frá 2013-2016.
Tennis Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira