Bassaleikari Íslands kveður Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2018 11:15 Tómas M. Tómasson. Tónlistargeirinn allur syrgir þennan lykilmann íslenskrar tónlistar undanfarinna áratuga. visir/gva Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður er fallinn frá. Einn merkasti tónlistarmaður landsins. Tónlistargeirinn er sleginn og syrgir nú Tómas sem var ákaflega vinsæll og virtur vel. Tómas, eða Tommi eins og hann var ávallt kallaður, var 63 ára þegar hann andaðist en það var krabbamein sem lagði hann af velli. Hann lést á líknardeild Landspítalans í 23. janúar. Eiginmaður Tomma var Magnús Gísli Arnarson en þeir voru búsettir við Grettisgötu í Reykjavík.Ótrúlegur ferillTommi er líklega þekktastur fyrir að hafa verið í Stuðmönnum, hljómsveit allra landsmanna, hvar hann lék meðal annars á bassa en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og reyndar fjölmörgum öðrum hljómsveitum. Hann á að baki langan og farsælan feril, telst tvímælalaust með bestu bassaleikurum sem hafa komið fram á Íslandi og eftir hann liggur mikið efni. Líklega hefur Tommi leikið inná fleiri hljómplötur en nokkur annar Íslendingur auk þess sem hann stjórnaði upptökum á þeim mörgum. Hann vann ötullega að því að koma nýjum tónlistarmönnum á kortið, meðal annars með vinnu í hljóðverum, stjórn upptakna og þekkti þannig hvern krók og kima í íslensku tónlistarlífi.Með skemmtilegri mönnumTommi þótti með skemmtilegri mönnum, launfyndinn og vinsæll. Fjölmargir vinir og samstarfsmenn minnast Tomma á samskiptamiðlum. Þeirra á meðal er Björgvin Halldórsson, vinur og samstarfsmaður til margra ára en þeir voru til að mynda saman í hinni sögufrægu hljómsveit Change (1972-76) sem reyndi við heimsfrægðina eins og frægt var. „Þetta er sorgarfregn sem erfitt er að meðtaka. Hann var með eindæmum skemmtilegur og orðheppinn og afbrags tónlistarmaður. Ég geymi margar minningarnar um Tomma og sérstaklega okkar tíma í Englandi þegar við bjuggum saman í Dartford og þegar við unnum að Vísnaplötunum góðu. Guð blessi minningu Tomma... Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði vinur og góða ferð,“ skrifar Björgvin á Facebook-síðu sína.Byrjaði í bransanum strax í VogaskólaÝmsir senda samúðarkveðjur og minnast Tomma á síðu Björgvins, þeirra á meðal Steinar Viktorsson sem segir frá því að þeir hafi verið saman í hljómsveitinni Fónum í Vogaskóla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri með meiru, minnist hans einnig af þeim vettvangi. „Ég á skemmtilegar minningar um Tomma frá því í Vogaskóla. Þar var hann allra stráka skemmtilegastur og uppátækjasamur. Votta öllum sem að honum stóðu samúð mína.“ Benóný Ægisson tók viðtal við Tomma fyrir tveimur árum fyrir hverfisblaðið Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir en þar hleypur hann yfir merkilegan feril sinn.Hætti í lúðrasveitinni 13 áraÞar segist Tommi hafa verið eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldu sinni. „Elsta systir mín lærði reyndar á píanó en lagði það ekkert fyrir sig. Ég byrjaði átta ára í blokkflautunámi og í framhaldi af því fór ég í Barna og unglingalúðrasveit Reykjavíkur þegar ég var tíu eða ellefu ára en þar lék ég á klarinett. Um sama leyti fór ég að læra á klassískan gítar. En svo komu Bítlarnir og þá breyttist allt. Við stofnuðum einhverja krakkahljómsveit í Vogaskóla, ég og Friðrik Þór en hún entist ekki lengi. En maður var kominn með delluna og ég hætti í lúðrasveitinni 13 ára og lagði klarinettið á hilluna,“ segir Tommi í samtali við Benóný og fer nánar í saumana á upphafinu. „Við vorum eiginlega einu rafmagnsgítarleikararnir í Vogaskóla, ég og Villi Guðjóns sem er ári eldri en ég. Svo stofnaði ég hljómsveit með Sigga Valgeirs og fleirum sem hét Amor en þá fengum við engan bassaleikara svo ég svissaði yfir og hef verið þar síðan. Þegar ég var fimmtán ára var mér svo boðið í hljómsveitina Mods með strákum sem voru talsvert eldri en ég og þá datt ég inn í bransann. Allt í einu var ég farinn að spila í Glaumbæ, Silfurtunglinu og uppi á velli og mér var svindlað inn í Félag íslenskra hljóðfæraleikara því maður þurfti að vera sextán ára til að vera í því.“Byrjaður að spila inná plötur bráðungurViðtalið allt er bráðskemmtilegt og merk heimild. Einar Vilberg tónlistarmaður og lifandi goðsögn segir einnig af kynnum sínum og samstarfi við Tómas á Facebook-síðu sinni. Hann segir að Tommi sé nú horfinn á vit feðra sinna alltof snemma.Rifsberja. Hljómsveitin starfaði í tvö ár en mikilvægur hlekkur í rokksögunni allri.„1970 var ég að smala mannskap til þess að taka upp tveggja laga plötum með lögum eftir mig, með söngdívunni Janis Carol Nielsson Walker. Það var búið að munstra Kalla Sighvats heitinn og Óla Sig trommuleikara en okkur bráðvantaði bassaleika. Þá hvíslaði því einhver að okkur að það væri unglingur inní í Vogahverfi sem væri mjög snjall bassaleikari. Við höfðum uppi á kauða og unglingurinn small inní prójektið eins og flís við rass í sinni fyrstu plötu upptöku. Tveimur árum síðar spilaði Tommi svo nokkur lög inn á plötuna okkar Jónasar R „Gypsy Queen“ ekki var hans innlegg síðra þar.Það vita allir sem eru í þessum bransa að Tommi var einn allra besti bassaleikari á svæðinu fyrir utan sögu/grín/sprell-fyrirkomulagið. Hvíldu í friði gamli vinur.“Línurnar lagðar í RifsberjaAf þessu má sjá að Tommi var strax í upphafi síns ferils kominn í innsta hring og byrjaður að spila inná hljómplötur – sem var langt í frá sjálfgefið. Hann var orðinn atvinnumaður í tónlist strax á unglingsaldri. Afdrifaríkt skref á ferlinum varð þegar Tommi kynntist Þórði Árnasyni gítarvirtúósi og Ásgeir Óskarssyni trommuleikara auk Gylfa Kristinssyni en þeir stofnuðu hljómsveitina Rifsberja. Sú þótti framsækin, starfaði aðeins í tvö ár (1971-72) en þar var grunnurinn lagður af sögufrægu og langlífu samstarfi þríeykisins Tomma, Ásgeirs og Þórðar.Kornungur var Tommi orðinn atvinnumaður í tónlistinni og farinn að spila inná plötur.visir/arnþórOg það var um svipað leyti sem Tommi kynntist piltum sem þá voru fyrirferðamiklir í Hamrahlíðarskóla, meðal annarra þeim: Jakobi Frímanni Magnússyni og Agli Ólafssyni. En þeir áttu eftir að gera garðinn frægan með Stuðmönnum.Enginn venjulegur bassaleikariJakob Frímann Magnússon segir, í samtali við Vísi, Tomma hafa verið „ofboðslega flottur músíkant“ og hafi komið að gerð fleiri hljómplatna en nokkur annar. „Hann var enginn venjulegur bassaleikari. Hann var útsetjari og pródúsent af guðs náð. Hann var með góðan grunn, tónlistarnám að baki bæði á blásturshljóðfæri, gítar og píanó. Hann heyrði partana og gat bent mönnum á það sem betur mátti fara. Og heyrði stóru myndina,“ segir Jakob. Hann bendir jafnframt á að Tommi hafi stýrt upptökum á mörgum söluhæstu hljómplötum Íslandssögunnar og nefnir sem dæmi ýmsar plötur Bubba Morthens, Stuðmanna, Þursa og Gling Gló Bjarkar og Guðmundar Ingólfssonar sem líkast til er sú söluhæsta þeirra allra og er ekkert lát á sölu þeirrar hljómplötu. Samstarf Tomma og Jakobs tekur yfir áratugi, skilmerkilega skráð í rokksögu Íslands. Jakob veit ekki alveg hvar skal byrja. Honum eru ævintýraleg Bretlandsárin minnisstæð.Lentu í stríði við Félag íslenskra hljóðfæraleikaraJakob hafði gengið til liðs við þá í Rifsberja. Ásgeir Óskarsson var fluttur til Svíþjóðar um þær mundir og þeir réðu breskan trymbil, sem reyndist umdeilt. Tommi segir sjálfur svo frá, í áðurnefndu viðtali, að þeir hafi eiginlega hrökklast af landi brott vegna þess máls. Í bullandi andstöðu við Félag íslenskra íslenskra hljóðfæraleikara sem hélt því fram að hérna væri atvinnulaus trommuleikari á hverju götuhorni. „En við fundum þá aldrei og við vorum með hann hérna í ógurlegu stríði í sex mánuði en svo hraktist hann út og við eiginlega með honum því við vorum reiðir út í landið og bransann,“ segir Tommi.Stuðmenn í Með allt á hreinu, vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar. Þar sem hin fleygu ummæli féllu af vörum Tomma um hljómsveitina, að hún þyrfti að vera hæfilega wild en snyrtimennska þó í fyrirrúmi.„Örlagatrommara miklum sem taldi fram hjá sér gengið,“ segir Jakob – og vandar þeim manni ekki kveðjurnar. Gylfi heltist úr lestinni og þá var staðan sú að þeir voru komnir til London. Ekkert gekk eftir af fyrirheitum hins breska trymbilsins og er hann úr sögunni. En þeir hins vegar reyndu að vinna fyrir sér með ýmsum hætti. Jakob lenti í hljómsveit Long John Baldry, hljómsveit sem var með plötufyrirtæki á bak við sig og umboðsmann. Og var í ágætum málum. Tómas og Þórður þurftu hins vegar að taka sér ýmislegt fyrir hendur til að hafa í sig.Of góður fyrir Sex PistolsTómas starfaði með Robin Scott og ýmsum. Og fór meðal annars í prufu hjá pönkhljómsveitinni Sex Pistols. En, hann þótti alltof góður að sögn Jakobs sem vísar þar til þess að í pönkinu þótti það verra ef menn kunnu of mikið fyrir sér í tónlistinni. „Tómas þótti alltof fjölkunnugur yfir það hrámeti allt saman. En, hann var auðvitað eftirsóttur í spilamennsku af ýmsum flinkum músíkköntum annars staðar.“ Jakob segir þá félaga sína þurft að taka sér eitt og annað fyrir hendur til að afla sér viðurværis svo sem að afferma grænmetisvagna að nóttu til og þá skráðu þeir Tommi og Þórður sig hjá atvinnumiðlun sem leiddi þá til þess starfa að hreinsa náðhús hjá gyðingafjölskyldum í London. „Allt varð þetta til að dýpka sýn þeirra og skilning á mannlegu samfélagi,“ segir Jakob og rekur tiltölulega flókna sögu sem svo leiddi til stofnunar Stuðmanna og gerð hinnar sögufrægu plötu Sumar á Sýrlandi.Stuðmenn verða til„Þannig vatt þessu fram og ´75, við tökur á Sumar á Sýrlandi kom ekkert annað til greina en hann væri þar á 1. bassa. Svo varð ekki aftur snúið. Á Tívolí var hópurinn svo gott sem fullskipaður utan Ásgeirs Óskarssonar. Þar var Simon Philips á trommum. Winnie Colaiuta var við settið í tónlistinni Með allt á hreinu en við tókum þá plötu upp í LA. Svo kom Ásgeir inn í framhaldi af því, við innlimuðum Þursaflokkinn í heild sinni inn í Stuðmenn í því verkefni.“Vinir Tómasar segja hann hafa verið gæddur einstökum tónlistarhæfileikum og ríkulegu meðfæddu skopskyni.visir/vilhelmThe rest is history, eins og þar stendur. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, gerðu garðinn frægan; tróðu upp um land allt, gerðu kvikmyndir og plötur. Og eru enn að.Dásamlegur gleðigjafi„Ætíð var Tómas mikill gleðigjafi og stemmningsgjafi. Ég hef aldrei kynnst öðru eins, til hinsta dags og hver einasta æfing, hverjir einustu tónleikar mátti ganga að því sem vísu að liggja í gólfinu megnið af tímanum. Endalaus uppspretta skemmtilegheita og ótrúlega hjartahlýr og dásamlegur.Rétthugsandi, sannur bóhem og listamaður, sóttist aldrei eftir veraldlegum gæðum þó þau stæðu honum til boða. Hann hefði getað fengið hálaunuð störf en bar sig aldrei eftir því. Lifði fyrir tónlist sína og það gaf honum allt sem hann sóttist eftir,“ segir Jakob.Meðfætt skopskynTommi var ekki afgerandi sjálfstæður höfundur en dýrmætur meðhöfundur, að sögn Jakobs. „Hann hafði einstakt lag á að barna hugmyndir. Ef kastað var fram hendingu, segjum köttur, klukka, hreindýr svín og endur ... þá skaut Tómas inn á augabragði: fyrir löngu. Hann fann alltaf réttar leiðir. Hann bjó yfir sérþróaðri kímnigáfu sem ég veit ekki hvert er hægt að rekja nema til eðlisgreindar og meðfædds skopskyns sem smitaði sannarlega út frá sér.“ Jakob nefnir einnig að Tommi hafi verið tónlistarstjóri litla tónlistarhússins sem svo var kallað, knæpan Obladí, þar sem hann sá um allar bókanir og lék sjálfur mörg kvöld í viku og lagði gjörva hönd á margt. „Hann tók mjög alvarlega það sem George Martin skírði bók sína. All you need is ears. Eyru Tómasar Magnúsar Tómassonar voru í raun og veru lykillinn af þessari samfelldu farsæld og getu til að móta og leiða verkefni til farsældar.“Egill vængbrotinn og vængstýfðurSvo enn sé vitnað í ágætt viðtal Benónýs gerir Tommi lítið úr því að hann sé Íslandsmethafi í að spila inná plötur.Tómas og Egill í góðum gír á einum af ótal tónleikum hvar þeir komu fram saman.visir/daníel„Neinei, það held ég ekki en þetta er eitthvað yfir þrjúhundruð plötur sem ég hef spilað inná, ég er hættur að telja fyrir löngu. En þetta var mikið á tímabili, ég flutti heim 1977 og þá var búið að opna Hljóðrita í Hafnarfirði og ég varð eiginlega partur af húshljómsveitinni þar. Ég bjó næstum þarna og maður kveikti ekki á Óskalögum sjómanna og sjúklinga án þess að maður væri á bassa þar.“ Egill Ólafsson tónlistarmaður segir þetta mikinn missi, í samtali við Vísi. „Missir fyrir okkur alla. Góður drengur og flinkur. Já, við vorum miklir mátar, við Tómas. Maður er vængbrotinn og vængstýfður í framhaldinu þegar svona stór hluti af manni sjálfum hverfur.“Þegar Tómas gerðist bassaleikari MHÁrið 1978 stóðu tónlistarunnendur á Íslandi á öndinni. Egill Ólafsson, sem þá var í Spilverki þjóðanna hinu mjög svo vinsæla, sagði skilið hljómsveitina og stofnaði Þursaflokkinn, með þeim Tomma, Þórði Árnasyni og Ásgeiri Óskarssyni auk Karls Sighvatssonar og Rúnars Vilbergssonar. Valinn maður í hverju rúmi. Egill segir, í samtali við Vísi, að Spilverkið hafi verið í hálfgerðri upplausn þegar þetta var og meðlimirnir stefndu út og suður. Sjálfur vildi hann halda sínu striki í tónlistinni, hafði kynnst þessum gömlu þjóðlögum sem voru í upphafi uppistaða efnisdagskrár Þursanna í skóla, gegnum tónlistarkennarann Göggu Lund. En, Egill minnist þess þá er hann hitti Tomma fyrst. Það var í MH á æfingu hins sögufræga Hamrahlíðarkórs. „Það var verið að útsetja, von á einhverjum bassaleikara og Tómas kom þar óvænt inn: Ég er Tómas Magnús Tómasson og var boðaður hingað í skólann.“ Hljómsveitarstjórinn segir það passa og hann er drifinn á æfinguna. Seinna kom á daginn að Tommi var kominn til að hitta Jakob Frímann í tengslum við æfingu vegna einhverrar uppákomu í Sjálfstæðishúsinu. Jakob kom seinna inn í herbergið og segir: Tómas Tómasson, þú ætlaðir að fara á æfingu með okkur! Þá hafði hann farið herbergjavillt.Þegar Tommi bjargaði lífi Karls Ottós„Þarna hitti ég Tómas fyrst. Hann var síðan bassaleikari Hamrahlíðarskólans án þess þó að vera í skólanum. Eða, ég man það ekki svo vel þegar við áttum að hafa verið saman í Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur.Tómas var í miklu uppáhaldi hjá Karli Ottó Runólfssyni stjórnanda sem sagði að Tómas væri mesti músíkant sem hann hefði hitt á ævinni. Og við skulum athuga að þarna er hann tíu ára gamall.“ Tommi hins vegar hélt því ávallt fram að Karl Ottó talaði svona vel um sig vegna þess að hann bjargaði lífi Karls Ottós í tvígang.Tommi var mesta músíktalent sem tónlistarstjórinn Karl Ottó hafði fyrir hitt. Tommi var þá aðeins tíu ára gamall.visir/gva„Þannig var að sveitinni var komið fyrir á skyggni yfir innganginum á nýbyggðri Háteigskirkju þegar hún var vígð. Þar var lágsteypt handrið en Karl stóð á kókkassa sem hann hafði jafnan með sér þegar hann var að stjórna. Og í miðju fyrsta lagi, þar sem þeir sitja þarna á derinu, sér Tómas útundan sér að Karl Ottó er að svífa fram yfir sig og fram af. Hann greip í hann án þess að missa tón. Það var alltaf stutt í íróníuna,“ segir Egill um Tomma.Basl á ÞursumÞó Þursaflokkurinn hafi verið eftirlæti allra menningarvita og sannra tónlistarunnenda var basl á því bandi. „Við vorum á svo absúrd tíma. 1978 var í tísku að spila diskómúsík og svo kemur allt í einu þetta fólkband?! En, við vorum eiginlega fyrsta íslenska hljómsveitin sem túrar með konserta úti á landi, sem var nýlunda í þeim bransa. Menn voru ekki vanir rokktónleikum úti á landi. Við spiluðum í öllum mögulegum félagsheimilum, skólum, íþróttahúsum, sem bauðst, menn alls ekki vanir þessu, brautryðjendur þar.“ Og Þursarnir fórum í tvígang sögufrægar ferðir og spiluðu á erlendri grundu. Þeir ferðuðust um með Íslenska dansflokknum um Norðurlöndin og fóru svo í mikla sex mánaða reisu til Hollands og um Norðurlöndin, sem reyndist erfið en þegar upp var staðið merk.Ríkulegir tónlistarhæfileikarKjarninn ávallt sá sami: Egill, Þórður, Tómas og Ásgeir. Og þannig var sveitin skipuð á plötunni Gæti eins verið. „Tommi átti mikinn þátt í því soundi. Hann var ekki bara bassaleikari, sjáðu til. Hann á mikinn þátt í þessu öllu. Þó hann hafi ekki verið beinlínis höfundur þá var hann svo mikill áferðarmaður. Hann var slyngur hljómakarl, slyngur músíkant. Hann er eini maðurinn sem ég hef heyrt greina allar tegundir tónlistar. Mahler-sinfóníur ... hann hafði óvenju mikinn næmleika,“ segir Egill og leiðir hugann að tónlistarhæfileikum vinar síns, sem voru ríkulegir.Sómadrengur í einu og öllu„Hann var afskaplega hlýr persónuleiki. Ekki kannski allra alltaf. Hann var ekki mikið að bera tilfinningar sínar á torg. Hann var ekki þannig maður. En, afskaplega hlýr og mikill vinur vina sinna. Já, hann var náttúrlega algjör sómadrengur í einu og öllu.“ Egill setti saman brag um Tomma vin sinn þegar sá síðarnefndi varð 45 ára gamall og sá bragur er hér birtur með góðfúslegu leyfi höfundar, prósi, mynd af manni, segir Egill.í tilefni af 45 ára afmæli Tómasarþað var á hádegi lífsinser herðarnar duldiglófextur makkisvo frjálslega vaxinnog festa í fasiminnti á skeiðhestá húnvetnsku mótihaukfránum augum hvessti hanná þanda görn gígjuog griptangir voldugargullslegna taktana skópuog þá var sem hófaglamm bæristfrá fínlegum munnifóturinn stæltur og stöðugurfylgdi því eftirog músík af blóðibylgjaðist gegnum allt þingiðpurpuri roðasteinnpendúll - mönnum varð orðfallhér er sá mætturer magnar vinda úr austrikólerískt algleymi ræður öllu hans sinniog nú hefur satúrnus silfriðí vasa hans látiðog kvöldið er komiðþó enn segi ekkert af nóttuæðið er enn þáaf æskuí vessunum glaðværðog nautnin er yfir ölluaf örlæti skenkir hann “Skeiðavogsdrengurinn” alltafhnyttni er fiskursem fylgir baráttumanniTónlistarstjóri á ObladíEins og Jakob nefndi var Tommi tónlistarstjóri Obladí við Frakkastíg í ein fimm ár. Heilmikil vinna að sögn Tomma, svo enn sé gripið niður í viðtal Benónýs. En, staðnum var lokað fyrir um tveimur árum. „En það var lítill staður og gat ekki borgað mikið þannig að það endaði yfirleitt með því að maður spilað sjálfur þarna tvisvar til þrisvar í viku. Það var skemmtilegt tímabil en nú er það bara búið. Svo er ég í nokkrum öðrum hljómsveitum, við erum með band sem heitir Bíóbandið, ég, Andrea Gylfa, Magnús Einarsson og fleiri, þar sem við spilum vinsæl lög úr kvikmyndum. Svo eru það Bítladrengirnir blíðu og hljómsveitin Gæðablóð. Það er eiginlega sami grunnurinn í öllum þessum hljómsveitum, ég, Magnús Einarsson og Eðvarð Lárusson en mismunandi trommarar, Ásgeir er í Bítladrengjunum og Jón Indriða er í Gæðablóðunum og Bíóbandinu.“ Alltaf nóg að gera, að sögn Tomma og eftirtektarvert var tónlistarlífið í Reykjavík á þessum tímabili þegar ganga mátti að háklassa tónlistarmönnum troða upp á búllum borgarinnar. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður er fallinn frá. Einn merkasti tónlistarmaður landsins. Tónlistargeirinn er sleginn og syrgir nú Tómas sem var ákaflega vinsæll og virtur vel. Tómas, eða Tommi eins og hann var ávallt kallaður, var 63 ára þegar hann andaðist en það var krabbamein sem lagði hann af velli. Hann lést á líknardeild Landspítalans í 23. janúar. Eiginmaður Tomma var Magnús Gísli Arnarson en þeir voru búsettir við Grettisgötu í Reykjavík.Ótrúlegur ferillTommi er líklega þekktastur fyrir að hafa verið í Stuðmönnum, hljómsveit allra landsmanna, hvar hann lék meðal annars á bassa en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og reyndar fjölmörgum öðrum hljómsveitum. Hann á að baki langan og farsælan feril, telst tvímælalaust með bestu bassaleikurum sem hafa komið fram á Íslandi og eftir hann liggur mikið efni. Líklega hefur Tommi leikið inná fleiri hljómplötur en nokkur annar Íslendingur auk þess sem hann stjórnaði upptökum á þeim mörgum. Hann vann ötullega að því að koma nýjum tónlistarmönnum á kortið, meðal annars með vinnu í hljóðverum, stjórn upptakna og þekkti þannig hvern krók og kima í íslensku tónlistarlífi.Með skemmtilegri mönnumTommi þótti með skemmtilegri mönnum, launfyndinn og vinsæll. Fjölmargir vinir og samstarfsmenn minnast Tomma á samskiptamiðlum. Þeirra á meðal er Björgvin Halldórsson, vinur og samstarfsmaður til margra ára en þeir voru til að mynda saman í hinni sögufrægu hljómsveit Change (1972-76) sem reyndi við heimsfrægðina eins og frægt var. „Þetta er sorgarfregn sem erfitt er að meðtaka. Hann var með eindæmum skemmtilegur og orðheppinn og afbrags tónlistarmaður. Ég geymi margar minningarnar um Tomma og sérstaklega okkar tíma í Englandi þegar við bjuggum saman í Dartford og þegar við unnum að Vísnaplötunum góðu. Guð blessi minningu Tomma... Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði vinur og góða ferð,“ skrifar Björgvin á Facebook-síðu sína.Byrjaði í bransanum strax í VogaskólaÝmsir senda samúðarkveðjur og minnast Tomma á síðu Björgvins, þeirra á meðal Steinar Viktorsson sem segir frá því að þeir hafi verið saman í hljómsveitinni Fónum í Vogaskóla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri með meiru, minnist hans einnig af þeim vettvangi. „Ég á skemmtilegar minningar um Tomma frá því í Vogaskóla. Þar var hann allra stráka skemmtilegastur og uppátækjasamur. Votta öllum sem að honum stóðu samúð mína.“ Benóný Ægisson tók viðtal við Tomma fyrir tveimur árum fyrir hverfisblaðið Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir en þar hleypur hann yfir merkilegan feril sinn.Hætti í lúðrasveitinni 13 áraÞar segist Tommi hafa verið eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldu sinni. „Elsta systir mín lærði reyndar á píanó en lagði það ekkert fyrir sig. Ég byrjaði átta ára í blokkflautunámi og í framhaldi af því fór ég í Barna og unglingalúðrasveit Reykjavíkur þegar ég var tíu eða ellefu ára en þar lék ég á klarinett. Um sama leyti fór ég að læra á klassískan gítar. En svo komu Bítlarnir og þá breyttist allt. Við stofnuðum einhverja krakkahljómsveit í Vogaskóla, ég og Friðrik Þór en hún entist ekki lengi. En maður var kominn með delluna og ég hætti í lúðrasveitinni 13 ára og lagði klarinettið á hilluna,“ segir Tommi í samtali við Benóný og fer nánar í saumana á upphafinu. „Við vorum eiginlega einu rafmagnsgítarleikararnir í Vogaskóla, ég og Villi Guðjóns sem er ári eldri en ég. Svo stofnaði ég hljómsveit með Sigga Valgeirs og fleirum sem hét Amor en þá fengum við engan bassaleikara svo ég svissaði yfir og hef verið þar síðan. Þegar ég var fimmtán ára var mér svo boðið í hljómsveitina Mods með strákum sem voru talsvert eldri en ég og þá datt ég inn í bransann. Allt í einu var ég farinn að spila í Glaumbæ, Silfurtunglinu og uppi á velli og mér var svindlað inn í Félag íslenskra hljóðfæraleikara því maður þurfti að vera sextán ára til að vera í því.“Byrjaður að spila inná plötur bráðungurViðtalið allt er bráðskemmtilegt og merk heimild. Einar Vilberg tónlistarmaður og lifandi goðsögn segir einnig af kynnum sínum og samstarfi við Tómas á Facebook-síðu sinni. Hann segir að Tommi sé nú horfinn á vit feðra sinna alltof snemma.Rifsberja. Hljómsveitin starfaði í tvö ár en mikilvægur hlekkur í rokksögunni allri.„1970 var ég að smala mannskap til þess að taka upp tveggja laga plötum með lögum eftir mig, með söngdívunni Janis Carol Nielsson Walker. Það var búið að munstra Kalla Sighvats heitinn og Óla Sig trommuleikara en okkur bráðvantaði bassaleika. Þá hvíslaði því einhver að okkur að það væri unglingur inní í Vogahverfi sem væri mjög snjall bassaleikari. Við höfðum uppi á kauða og unglingurinn small inní prójektið eins og flís við rass í sinni fyrstu plötu upptöku. Tveimur árum síðar spilaði Tommi svo nokkur lög inn á plötuna okkar Jónasar R „Gypsy Queen“ ekki var hans innlegg síðra þar.Það vita allir sem eru í þessum bransa að Tommi var einn allra besti bassaleikari á svæðinu fyrir utan sögu/grín/sprell-fyrirkomulagið. Hvíldu í friði gamli vinur.“Línurnar lagðar í RifsberjaAf þessu má sjá að Tommi var strax í upphafi síns ferils kominn í innsta hring og byrjaður að spila inná hljómplötur – sem var langt í frá sjálfgefið. Hann var orðinn atvinnumaður í tónlist strax á unglingsaldri. Afdrifaríkt skref á ferlinum varð þegar Tommi kynntist Þórði Árnasyni gítarvirtúósi og Ásgeir Óskarssyni trommuleikara auk Gylfa Kristinssyni en þeir stofnuðu hljómsveitina Rifsberja. Sú þótti framsækin, starfaði aðeins í tvö ár (1971-72) en þar var grunnurinn lagður af sögufrægu og langlífu samstarfi þríeykisins Tomma, Ásgeirs og Þórðar.Kornungur var Tommi orðinn atvinnumaður í tónlistinni og farinn að spila inná plötur.visir/arnþórOg það var um svipað leyti sem Tommi kynntist piltum sem þá voru fyrirferðamiklir í Hamrahlíðarskóla, meðal annarra þeim: Jakobi Frímanni Magnússyni og Agli Ólafssyni. En þeir áttu eftir að gera garðinn frægan með Stuðmönnum.Enginn venjulegur bassaleikariJakob Frímann Magnússon segir, í samtali við Vísi, Tomma hafa verið „ofboðslega flottur músíkant“ og hafi komið að gerð fleiri hljómplatna en nokkur annar. „Hann var enginn venjulegur bassaleikari. Hann var útsetjari og pródúsent af guðs náð. Hann var með góðan grunn, tónlistarnám að baki bæði á blásturshljóðfæri, gítar og píanó. Hann heyrði partana og gat bent mönnum á það sem betur mátti fara. Og heyrði stóru myndina,“ segir Jakob. Hann bendir jafnframt á að Tommi hafi stýrt upptökum á mörgum söluhæstu hljómplötum Íslandssögunnar og nefnir sem dæmi ýmsar plötur Bubba Morthens, Stuðmanna, Þursa og Gling Gló Bjarkar og Guðmundar Ingólfssonar sem líkast til er sú söluhæsta þeirra allra og er ekkert lát á sölu þeirrar hljómplötu. Samstarf Tomma og Jakobs tekur yfir áratugi, skilmerkilega skráð í rokksögu Íslands. Jakob veit ekki alveg hvar skal byrja. Honum eru ævintýraleg Bretlandsárin minnisstæð.Lentu í stríði við Félag íslenskra hljóðfæraleikaraJakob hafði gengið til liðs við þá í Rifsberja. Ásgeir Óskarsson var fluttur til Svíþjóðar um þær mundir og þeir réðu breskan trymbil, sem reyndist umdeilt. Tommi segir sjálfur svo frá, í áðurnefndu viðtali, að þeir hafi eiginlega hrökklast af landi brott vegna þess máls. Í bullandi andstöðu við Félag íslenskra íslenskra hljóðfæraleikara sem hélt því fram að hérna væri atvinnulaus trommuleikari á hverju götuhorni. „En við fundum þá aldrei og við vorum með hann hérna í ógurlegu stríði í sex mánuði en svo hraktist hann út og við eiginlega með honum því við vorum reiðir út í landið og bransann,“ segir Tommi.Stuðmenn í Með allt á hreinu, vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar. Þar sem hin fleygu ummæli féllu af vörum Tomma um hljómsveitina, að hún þyrfti að vera hæfilega wild en snyrtimennska þó í fyrirrúmi.„Örlagatrommara miklum sem taldi fram hjá sér gengið,“ segir Jakob – og vandar þeim manni ekki kveðjurnar. Gylfi heltist úr lestinni og þá var staðan sú að þeir voru komnir til London. Ekkert gekk eftir af fyrirheitum hins breska trymbilsins og er hann úr sögunni. En þeir hins vegar reyndu að vinna fyrir sér með ýmsum hætti. Jakob lenti í hljómsveit Long John Baldry, hljómsveit sem var með plötufyrirtæki á bak við sig og umboðsmann. Og var í ágætum málum. Tómas og Þórður þurftu hins vegar að taka sér ýmislegt fyrir hendur til að hafa í sig.Of góður fyrir Sex PistolsTómas starfaði með Robin Scott og ýmsum. Og fór meðal annars í prufu hjá pönkhljómsveitinni Sex Pistols. En, hann þótti alltof góður að sögn Jakobs sem vísar þar til þess að í pönkinu þótti það verra ef menn kunnu of mikið fyrir sér í tónlistinni. „Tómas þótti alltof fjölkunnugur yfir það hrámeti allt saman. En, hann var auðvitað eftirsóttur í spilamennsku af ýmsum flinkum músíkköntum annars staðar.“ Jakob segir þá félaga sína þurft að taka sér eitt og annað fyrir hendur til að afla sér viðurværis svo sem að afferma grænmetisvagna að nóttu til og þá skráðu þeir Tommi og Þórður sig hjá atvinnumiðlun sem leiddi þá til þess starfa að hreinsa náðhús hjá gyðingafjölskyldum í London. „Allt varð þetta til að dýpka sýn þeirra og skilning á mannlegu samfélagi,“ segir Jakob og rekur tiltölulega flókna sögu sem svo leiddi til stofnunar Stuðmanna og gerð hinnar sögufrægu plötu Sumar á Sýrlandi.Stuðmenn verða til„Þannig vatt þessu fram og ´75, við tökur á Sumar á Sýrlandi kom ekkert annað til greina en hann væri þar á 1. bassa. Svo varð ekki aftur snúið. Á Tívolí var hópurinn svo gott sem fullskipaður utan Ásgeirs Óskarssonar. Þar var Simon Philips á trommum. Winnie Colaiuta var við settið í tónlistinni Með allt á hreinu en við tókum þá plötu upp í LA. Svo kom Ásgeir inn í framhaldi af því, við innlimuðum Þursaflokkinn í heild sinni inn í Stuðmenn í því verkefni.“Vinir Tómasar segja hann hafa verið gæddur einstökum tónlistarhæfileikum og ríkulegu meðfæddu skopskyni.visir/vilhelmThe rest is history, eins og þar stendur. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, gerðu garðinn frægan; tróðu upp um land allt, gerðu kvikmyndir og plötur. Og eru enn að.Dásamlegur gleðigjafi„Ætíð var Tómas mikill gleðigjafi og stemmningsgjafi. Ég hef aldrei kynnst öðru eins, til hinsta dags og hver einasta æfing, hverjir einustu tónleikar mátti ganga að því sem vísu að liggja í gólfinu megnið af tímanum. Endalaus uppspretta skemmtilegheita og ótrúlega hjartahlýr og dásamlegur.Rétthugsandi, sannur bóhem og listamaður, sóttist aldrei eftir veraldlegum gæðum þó þau stæðu honum til boða. Hann hefði getað fengið hálaunuð störf en bar sig aldrei eftir því. Lifði fyrir tónlist sína og það gaf honum allt sem hann sóttist eftir,“ segir Jakob.Meðfætt skopskynTommi var ekki afgerandi sjálfstæður höfundur en dýrmætur meðhöfundur, að sögn Jakobs. „Hann hafði einstakt lag á að barna hugmyndir. Ef kastað var fram hendingu, segjum köttur, klukka, hreindýr svín og endur ... þá skaut Tómas inn á augabragði: fyrir löngu. Hann fann alltaf réttar leiðir. Hann bjó yfir sérþróaðri kímnigáfu sem ég veit ekki hvert er hægt að rekja nema til eðlisgreindar og meðfædds skopskyns sem smitaði sannarlega út frá sér.“ Jakob nefnir einnig að Tommi hafi verið tónlistarstjóri litla tónlistarhússins sem svo var kallað, knæpan Obladí, þar sem hann sá um allar bókanir og lék sjálfur mörg kvöld í viku og lagði gjörva hönd á margt. „Hann tók mjög alvarlega það sem George Martin skírði bók sína. All you need is ears. Eyru Tómasar Magnúsar Tómassonar voru í raun og veru lykillinn af þessari samfelldu farsæld og getu til að móta og leiða verkefni til farsældar.“Egill vængbrotinn og vængstýfðurSvo enn sé vitnað í ágætt viðtal Benónýs gerir Tommi lítið úr því að hann sé Íslandsmethafi í að spila inná plötur.Tómas og Egill í góðum gír á einum af ótal tónleikum hvar þeir komu fram saman.visir/daníel„Neinei, það held ég ekki en þetta er eitthvað yfir þrjúhundruð plötur sem ég hef spilað inná, ég er hættur að telja fyrir löngu. En þetta var mikið á tímabili, ég flutti heim 1977 og þá var búið að opna Hljóðrita í Hafnarfirði og ég varð eiginlega partur af húshljómsveitinni þar. Ég bjó næstum þarna og maður kveikti ekki á Óskalögum sjómanna og sjúklinga án þess að maður væri á bassa þar.“ Egill Ólafsson tónlistarmaður segir þetta mikinn missi, í samtali við Vísi. „Missir fyrir okkur alla. Góður drengur og flinkur. Já, við vorum miklir mátar, við Tómas. Maður er vængbrotinn og vængstýfður í framhaldinu þegar svona stór hluti af manni sjálfum hverfur.“Þegar Tómas gerðist bassaleikari MHÁrið 1978 stóðu tónlistarunnendur á Íslandi á öndinni. Egill Ólafsson, sem þá var í Spilverki þjóðanna hinu mjög svo vinsæla, sagði skilið hljómsveitina og stofnaði Þursaflokkinn, með þeim Tomma, Þórði Árnasyni og Ásgeiri Óskarssyni auk Karls Sighvatssonar og Rúnars Vilbergssonar. Valinn maður í hverju rúmi. Egill segir, í samtali við Vísi, að Spilverkið hafi verið í hálfgerðri upplausn þegar þetta var og meðlimirnir stefndu út og suður. Sjálfur vildi hann halda sínu striki í tónlistinni, hafði kynnst þessum gömlu þjóðlögum sem voru í upphafi uppistaða efnisdagskrár Þursanna í skóla, gegnum tónlistarkennarann Göggu Lund. En, Egill minnist þess þá er hann hitti Tomma fyrst. Það var í MH á æfingu hins sögufræga Hamrahlíðarkórs. „Það var verið að útsetja, von á einhverjum bassaleikara og Tómas kom þar óvænt inn: Ég er Tómas Magnús Tómasson og var boðaður hingað í skólann.“ Hljómsveitarstjórinn segir það passa og hann er drifinn á æfinguna. Seinna kom á daginn að Tommi var kominn til að hitta Jakob Frímann í tengslum við æfingu vegna einhverrar uppákomu í Sjálfstæðishúsinu. Jakob kom seinna inn í herbergið og segir: Tómas Tómasson, þú ætlaðir að fara á æfingu með okkur! Þá hafði hann farið herbergjavillt.Þegar Tommi bjargaði lífi Karls Ottós„Þarna hitti ég Tómas fyrst. Hann var síðan bassaleikari Hamrahlíðarskólans án þess þó að vera í skólanum. Eða, ég man það ekki svo vel þegar við áttum að hafa verið saman í Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur.Tómas var í miklu uppáhaldi hjá Karli Ottó Runólfssyni stjórnanda sem sagði að Tómas væri mesti músíkant sem hann hefði hitt á ævinni. Og við skulum athuga að þarna er hann tíu ára gamall.“ Tommi hins vegar hélt því ávallt fram að Karl Ottó talaði svona vel um sig vegna þess að hann bjargaði lífi Karls Ottós í tvígang.Tommi var mesta músíktalent sem tónlistarstjórinn Karl Ottó hafði fyrir hitt. Tommi var þá aðeins tíu ára gamall.visir/gva„Þannig var að sveitinni var komið fyrir á skyggni yfir innganginum á nýbyggðri Háteigskirkju þegar hún var vígð. Þar var lágsteypt handrið en Karl stóð á kókkassa sem hann hafði jafnan með sér þegar hann var að stjórna. Og í miðju fyrsta lagi, þar sem þeir sitja þarna á derinu, sér Tómas útundan sér að Karl Ottó er að svífa fram yfir sig og fram af. Hann greip í hann án þess að missa tón. Það var alltaf stutt í íróníuna,“ segir Egill um Tomma.Basl á ÞursumÞó Þursaflokkurinn hafi verið eftirlæti allra menningarvita og sannra tónlistarunnenda var basl á því bandi. „Við vorum á svo absúrd tíma. 1978 var í tísku að spila diskómúsík og svo kemur allt í einu þetta fólkband?! En, við vorum eiginlega fyrsta íslenska hljómsveitin sem túrar með konserta úti á landi, sem var nýlunda í þeim bransa. Menn voru ekki vanir rokktónleikum úti á landi. Við spiluðum í öllum mögulegum félagsheimilum, skólum, íþróttahúsum, sem bauðst, menn alls ekki vanir þessu, brautryðjendur þar.“ Og Þursarnir fórum í tvígang sögufrægar ferðir og spiluðu á erlendri grundu. Þeir ferðuðust um með Íslenska dansflokknum um Norðurlöndin og fóru svo í mikla sex mánaða reisu til Hollands og um Norðurlöndin, sem reyndist erfið en þegar upp var staðið merk.Ríkulegir tónlistarhæfileikarKjarninn ávallt sá sami: Egill, Þórður, Tómas og Ásgeir. Og þannig var sveitin skipuð á plötunni Gæti eins verið. „Tommi átti mikinn þátt í því soundi. Hann var ekki bara bassaleikari, sjáðu til. Hann á mikinn þátt í þessu öllu. Þó hann hafi ekki verið beinlínis höfundur þá var hann svo mikill áferðarmaður. Hann var slyngur hljómakarl, slyngur músíkant. Hann er eini maðurinn sem ég hef heyrt greina allar tegundir tónlistar. Mahler-sinfóníur ... hann hafði óvenju mikinn næmleika,“ segir Egill og leiðir hugann að tónlistarhæfileikum vinar síns, sem voru ríkulegir.Sómadrengur í einu og öllu„Hann var afskaplega hlýr persónuleiki. Ekki kannski allra alltaf. Hann var ekki mikið að bera tilfinningar sínar á torg. Hann var ekki þannig maður. En, afskaplega hlýr og mikill vinur vina sinna. Já, hann var náttúrlega algjör sómadrengur í einu og öllu.“ Egill setti saman brag um Tomma vin sinn þegar sá síðarnefndi varð 45 ára gamall og sá bragur er hér birtur með góðfúslegu leyfi höfundar, prósi, mynd af manni, segir Egill.í tilefni af 45 ára afmæli Tómasarþað var á hádegi lífsinser herðarnar duldiglófextur makkisvo frjálslega vaxinnog festa í fasiminnti á skeiðhestá húnvetnsku mótihaukfránum augum hvessti hanná þanda görn gígjuog griptangir voldugargullslegna taktana skópuog þá var sem hófaglamm bæristfrá fínlegum munnifóturinn stæltur og stöðugurfylgdi því eftirog músík af blóðibylgjaðist gegnum allt þingiðpurpuri roðasteinnpendúll - mönnum varð orðfallhér er sá mætturer magnar vinda úr austrikólerískt algleymi ræður öllu hans sinniog nú hefur satúrnus silfriðí vasa hans látiðog kvöldið er komiðþó enn segi ekkert af nóttuæðið er enn þáaf æskuí vessunum glaðværðog nautnin er yfir ölluaf örlæti skenkir hann “Skeiðavogsdrengurinn” alltafhnyttni er fiskursem fylgir baráttumanniTónlistarstjóri á ObladíEins og Jakob nefndi var Tommi tónlistarstjóri Obladí við Frakkastíg í ein fimm ár. Heilmikil vinna að sögn Tomma, svo enn sé gripið niður í viðtal Benónýs. En, staðnum var lokað fyrir um tveimur árum. „En það var lítill staður og gat ekki borgað mikið þannig að það endaði yfirleitt með því að maður spilað sjálfur þarna tvisvar til þrisvar í viku. Það var skemmtilegt tímabil en nú er það bara búið. Svo er ég í nokkrum öðrum hljómsveitum, við erum með band sem heitir Bíóbandið, ég, Andrea Gylfa, Magnús Einarsson og fleiri, þar sem við spilum vinsæl lög úr kvikmyndum. Svo eru það Bítladrengirnir blíðu og hljómsveitin Gæðablóð. Það er eiginlega sami grunnurinn í öllum þessum hljómsveitum, ég, Magnús Einarsson og Eðvarð Lárusson en mismunandi trommarar, Ásgeir er í Bítladrengjunum og Jón Indriða er í Gæðablóðunum og Bíóbandinu.“ Alltaf nóg að gera, að sögn Tomma og eftirtektarvert var tónlistarlífið í Reykjavík á þessum tímabili þegar ganga mátti að háklassa tónlistarmönnum troða upp á búllum borgarinnar.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira