Orðrómur um ástaratriði leiðir til hatrammra mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 06:38 Drottningin Padmavati byggir á aðalpersónu ljóðabálks frá 16. öld. VIACOM18 Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna. Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna.
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira