Bætum vinnuaðstæður kennara Skúli Helgason skrifar 25. janúar 2018 07:00 Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar