Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. Gestir á fundinum voru fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra.Týnd eða ónýt Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.#höfumhátt Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að brotaþolar Roberts Downey börðust á síðasta ári við dómsmálaráðuneytið um að fá birt gögn um nefndan barnaníðing eða þar til Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gerð afturreka með þá ákvörðun sína að slíkar upplýsingar skyldu fara leynt. Þegar steinum var velt kom í ljós annar níðingur sem hafði verið studdur til uppreistar æru af föður flokksformanns dómsmálaráðherra. Varð leyndin í kringum það mál ríkisstjórninni að falli og boðað var til kosninga. Að þeim loknum fékkst sú áhugaverða túlkun á lýðræðinu að téðri Sigríði skyldi aftur lyft upp í ráðherrastól sinn.„Einhvers misskilnings gætt“ Á áðurnefndum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var dómsmálaráðherra fyrst gesta til svara. Um mál Önnu Katrínar hafði hún þetta að segja: „Í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“ – Svo mörg voru þau orð. – Anna Katrín hefur enn ekki fengið formlega leiðréttingu á þessum misskilningi en þegar það gerist mun hún líklega eiga von á afsökunarbeiðni frá viðkomandi embættum fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum. Hún eins og annað venjulegt fólk tekur það trúanlegt sem opinberir aðilar segja. Ætti hún að gera það? Eða er engu að treysta? Ber almennum borgurum alltaf að tortryggja hið opinbera?Bókin Sönnunargagn G-06 í sakamáli 539/2007 er sem sagt ekki týnt eða ónýtt. Það sama má segja um afrit af tölvupóstum og smáskilaboðum úr símum og tölvum Roberts Downey frá þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Ofangreint sönnunargagn er minnisbók sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna þar sem aldur virðist settur aftan við símanúmer og netfang í sviga. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð.„Garg og atgangur yfir litlu?“ Þótt að mestu leyti hafi verið ánægja hjá brotaþolum með rannsókn þeirra mála sem sakfellt var fyrir á sínum tíma þá standa yfirvöld í dag frammi fyrir breyttu landslagi. Það staðfesta orð Huldu Elsu Björgvinsdóttur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á áðurnefndum fundi: „Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfssögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“ Anna Katrín hlýtur að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Hún hefur ekki ástæðu til að tortryggja lögregluna þótt reynslan sýni að hún geti ekki reitt sig á dómsmálaráðherrann eða samflokksmenn hennar enda virðist dagskipunin þar vera að tala niður baráttu brotaþola Roberts Downey sem sást skýrt þegar Páll Magnússon kallaði á dögunum fall ríkisstjórnarinnar „garg og atgang út af litlu“ um leið og hann krafði fólk um að vanda orð sín. Á blaði númer 32 í bókinni stendur ritað nafn stúlku, símanúmer hennar og að því er virðist „1a/16[…]“. Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.Mikilvægt að hlusta Fundur allsherjar- og menntamálanefndar þann 17. janúar snerist aðallega um Rólex-úr eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries sem mun hafa horfið úr vörslu lögreglu. Auðvitað er slíkt alvarlegt og ber að rannsaka. Jafnvel þótt kalla þurfi til alla þá gesti sem voru í kampavínsklúbbnum umrætt kvöld. En sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 verður augljóslega enn fremur að rannsaka í þaula og um leið mál Önnu Katrínar Snorradóttur. Megi rödd hennar heyrast. Því eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í sjónvarpsfréttum í sambandi við #metoo-byltinguna: „Það er afar mikilvægt að hlusta.“ Síðan þurfum við að velta við hverjum steini og sérstaklega þeim steinum sem lagðir hafa verið í götu þolenda kynferðisbrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. Gestir á fundinum voru fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra.Týnd eða ónýt Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.#höfumhátt Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að brotaþolar Roberts Downey börðust á síðasta ári við dómsmálaráðuneytið um að fá birt gögn um nefndan barnaníðing eða þar til Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gerð afturreka með þá ákvörðun sína að slíkar upplýsingar skyldu fara leynt. Þegar steinum var velt kom í ljós annar níðingur sem hafði verið studdur til uppreistar æru af föður flokksformanns dómsmálaráðherra. Varð leyndin í kringum það mál ríkisstjórninni að falli og boðað var til kosninga. Að þeim loknum fékkst sú áhugaverða túlkun á lýðræðinu að téðri Sigríði skyldi aftur lyft upp í ráðherrastól sinn.„Einhvers misskilnings gætt“ Á áðurnefndum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var dómsmálaráðherra fyrst gesta til svara. Um mál Önnu Katrínar hafði hún þetta að segja: „Í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“ – Svo mörg voru þau orð. – Anna Katrín hefur enn ekki fengið formlega leiðréttingu á þessum misskilningi en þegar það gerist mun hún líklega eiga von á afsökunarbeiðni frá viðkomandi embættum fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum. Hún eins og annað venjulegt fólk tekur það trúanlegt sem opinberir aðilar segja. Ætti hún að gera það? Eða er engu að treysta? Ber almennum borgurum alltaf að tortryggja hið opinbera?Bókin Sönnunargagn G-06 í sakamáli 539/2007 er sem sagt ekki týnt eða ónýtt. Það sama má segja um afrit af tölvupóstum og smáskilaboðum úr símum og tölvum Roberts Downey frá þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Ofangreint sönnunargagn er minnisbók sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna þar sem aldur virðist settur aftan við símanúmer og netfang í sviga. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð.„Garg og atgangur yfir litlu?“ Þótt að mestu leyti hafi verið ánægja hjá brotaþolum með rannsókn þeirra mála sem sakfellt var fyrir á sínum tíma þá standa yfirvöld í dag frammi fyrir breyttu landslagi. Það staðfesta orð Huldu Elsu Björgvinsdóttur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á áðurnefndum fundi: „Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfssögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“ Anna Katrín hlýtur að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Hún hefur ekki ástæðu til að tortryggja lögregluna þótt reynslan sýni að hún geti ekki reitt sig á dómsmálaráðherrann eða samflokksmenn hennar enda virðist dagskipunin þar vera að tala niður baráttu brotaþola Roberts Downey sem sást skýrt þegar Páll Magnússon kallaði á dögunum fall ríkisstjórnarinnar „garg og atgang út af litlu“ um leið og hann krafði fólk um að vanda orð sín. Á blaði númer 32 í bókinni stendur ritað nafn stúlku, símanúmer hennar og að því er virðist „1a/16[…]“. Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.Mikilvægt að hlusta Fundur allsherjar- og menntamálanefndar þann 17. janúar snerist aðallega um Rólex-úr eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries sem mun hafa horfið úr vörslu lögreglu. Auðvitað er slíkt alvarlegt og ber að rannsaka. Jafnvel þótt kalla þurfi til alla þá gesti sem voru í kampavínsklúbbnum umrætt kvöld. En sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 verður augljóslega enn fremur að rannsaka í þaula og um leið mál Önnu Katrínar Snorradóttur. Megi rödd hennar heyrast. Því eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í sjónvarpsfréttum í sambandi við #metoo-byltinguna: „Það er afar mikilvægt að hlusta.“ Síðan þurfum við að velta við hverjum steini og sérstaklega þeim steinum sem lagðir hafa verið í götu þolenda kynferðisbrota.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun