Viðskipti innlent

Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Gengi hlutabréfa í Högum og Icelandair lækkaði umtalsvert í fyrra.
Gengi hlutabréfa í Högum og Icelandair lækkaði umtalsvert í fyrra. Vísir/Stefán
Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. Þeir telja að hlutabréf í ellefu skráðum félögum séu undirverðlögð á meðan bréf í fjórum félögum séu yfirverðlögð, að því er fram kemur í nýlegu hlutabréfayfirliti.

Sérfræðingar Capacent taka fram að áhrifin af komu bandaríska risans Costco til landsins hafi ekki verið það mikil að þau réttlæti um 40 prósenta lækkun á markaðsvirði Haga. Á móti samdrætti í sölu hafi Hagar gripið til töluverðra hagræðingaaðgerða.

Þá hafi afkoma Icelandair Group ollið vonbrigðum í lok árs 2016 og byrjun síðasta árs. Hins vegar hafi komið fram vísbendingar um rekstrarbata á þriðja fjórðungi síðasta árs. Ávallt þurfi þó að hafa í huga að flugrekstur er áhættusamur og sveiflur eru miklar í afkomu. Að mati Capacent eru hlutabréf í flugfélaginu undirverðlögð sem nemur ríflega tuttugu prósentum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×