Geir Sveinsson hefur verið landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta síðustu tvö ár og náð öllum þeim markmiðum sem fyrir hann voru lögð. Hann kom liðinu í lokakeppni EM í Króatíu og HM í Frakklandi.
HSÍ hefur þó ekki viljað framlengja samning sinn við Geir en alltaf var áætlað að staða hans yrði endurskoðuð eftir Evrópumótið nú í janúar.
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var gestur í þættinum Seinni bylgjunni sem var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem landsliðsþjálfaramálin voru skoðuð.
„Ég held að Guðmundur Guðmundsson verði næsti landsliðsþjálfari,“ sagði Dagur í þættinum í gær. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hann vissi eitthvað meira um málið heldur en við hin.
„Ég er búinn að tala við þá báða, þeir gefa hvorugur upp neitt.“
Guðmudur Guðmundsson er eins og er landsliðsþjálfari Barein. Hann hefur tvisvar gengt stöðu landsliðsþjálfara Íslands og náð góðum árangri, þá eftirminnilegast silfrið á Ólympíuleikunum 2008.
Dagur sagðist hafa það á tilfinningunni að búið sé að ganga frá ráðningu Guðmunds, því annars hefði HSÍ klárað það strax að framlengja við Geir, væri það áætlunin.
„Leikritið er orðið langt og ég held þetta sé komið lengra en er gefið upp,“ sagði Dagur Sigurðsson.
Umfjöllun Guðjóns Guðmundssonar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dagur: Landsliðsþjálfaramálin komin lengra en er gefið upp
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn

