Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á vistheimili þar sem maður sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni starfaði. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um aðgerðir til að efla meðferð kynferðisbrotamála í réttarvörslukerfinu en ríkisstjórnin tilkynnti í dag um mörg hundruð milljóna króna viðbótarfjárveitingu til málaflokksins.

Við ræðum líka við ritstjóra Stundarinnar um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði í dag lögbannskröfu á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni banka.

Þá fjöllum við um útför Tómasar Magnúsar Tómassonar en fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju í dag þegar hann var borinn til grafar.

Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um nýja tegund sjálfkeyrandi rafbíla en í þeim er sýndarveruleiki sem gerir ökumanni kleift að horfa á annað landslag en sést úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×