Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 17:01 Eitt skilyrði þess að gæludýr fái um borð í Strætó er að farþegum sé gerð skýr grein fyrir því áður en þeir stíga um borð. Vísir/Anton Stjórn Strætó samþykkti einróma að veita framkvæmdastjórn fyrirtækisins leyfi til að undirbúa að leyfa gæludýr í vögnum. Notendur sem treysta sér ekki til að nýta þjónustuna eftir breytinguna geta farið fram á endurgreiðslu á eftirstöðvum langtímakorta. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að verkefnið sé í undirbúningi hjá fyrirtækinu. Um tilraunaverkefni er að ræða í samræmi við skilyrði sem sett eru í undanþágu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá reglugerð um hollustuhætti. Astma- og ofnæmisfélag Íslands hefur lagst gegn því að gæludýr verði leyfð í Strætó. Guðmundur H. Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir að ef einhverjir notendur Strætó sem eru með langtímakort treysti sér ekki til að nýta þjónustuna lengur sjái hann því ekkert til fyrirstöðu að fyrirtækið endurgreiði fyrir þann tíma sem eftir er af kortinu. Fordæmi séu fyrir endurgreiðslum á kortum við forsendubrest á þjónustunni. Ef einhverjir treysti sér ekki til þess að ferðast með Strætó eftir að gæludýr verða leyfð þurfi þeir að hafa samband við Strætó og hvert mál verði afgreitt fyrir sig. Á meðal skilyrða sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið setti fyrir undanþágunni að vagnar yrðu þrifnir sérstaklega vel í lok dags, upplýsingar um að gæludýr séu leyfð séu vel sýnileg farþegum áður en gengið er inn í vagninn og að dýrin skuli vera í lokuðum búrum eða töskum. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkti einróma að veita framkvæmdastjórn fyrirtækisins leyfi til að undirbúa að leyfa gæludýr í vögnum. Notendur sem treysta sér ekki til að nýta þjónustuna eftir breytinguna geta farið fram á endurgreiðslu á eftirstöðvum langtímakorta. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að verkefnið sé í undirbúningi hjá fyrirtækinu. Um tilraunaverkefni er að ræða í samræmi við skilyrði sem sett eru í undanþágu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá reglugerð um hollustuhætti. Astma- og ofnæmisfélag Íslands hefur lagst gegn því að gæludýr verði leyfð í Strætó. Guðmundur H. Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir að ef einhverjir notendur Strætó sem eru með langtímakort treysti sér ekki til að nýta þjónustuna lengur sjái hann því ekkert til fyrirstöðu að fyrirtækið endurgreiði fyrir þann tíma sem eftir er af kortinu. Fordæmi séu fyrir endurgreiðslum á kortum við forsendubrest á þjónustunni. Ef einhverjir treysti sér ekki til þess að ferðast með Strætó eftir að gæludýr verða leyfð þurfi þeir að hafa samband við Strætó og hvert mál verði afgreitt fyrir sig. Á meðal skilyrða sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið setti fyrir undanþágunni að vagnar yrðu þrifnir sérstaklega vel í lok dags, upplýsingar um að gæludýr séu leyfð séu vel sýnileg farþegum áður en gengið er inn í vagninn og að dýrin skuli vera í lokuðum búrum eða töskum.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira