Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:43 Larry Nassar í réttarsalnum, Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Sjá meira