Innlent

Fann 15 milljónir í veskinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þarna sannast að tiltekt getur svo sannarlega borgað sig
Þarna sannast að tiltekt getur svo sannarlega borgað sig Vísir/Stefán
Kona af höfuðborgarsvæðinu hefur unnið tæpar 15 milljónir króna í Lottó eftir að hún fann vinningsmiða í veski sínu. Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá kom konan á skrifstofur fyrirtækisins í vikunni með vinningsmiða frá 13. janúar síðastliðnum.

Hún hafði þá gleymt því að miðinn hefði verið til og fann hann við tiltekt í veski sínu.

„Miðinn góði sem gaf vinning upp á rétt tæplega 15 milljónir króna var búinn að flækjast á hina ýmsu staði með eigandanum þar til hann skilaði sér til Getspár. Þarna sannast að tiltekt getur svo sannarlega borgað sig,“ segir í tilkynningunni.

Þá bendir fyrirtækið á að lottómiðar gilda í eitt ár frá útdráttardegi þó best sé að athuga þá sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×