Innlent

Bein útsending: Birtingarmyndir kynferðislegs áreitis og ofbeldi - má ekkert lengur?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikið hefur verið fjallað um mál tengd kynferðislegri áreitni í #metoo byltingunni.
Mikið hefur verið fjallað um mál tengd kynferðislegri áreitni í #metoo byltingunni. Vísir/Getty
Helgi Héðinsson og Rakel Davíðsdóttir sálfræðingar hjá Lífi og sál munu fjalla um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík klukkan 12 í dag. Reiknað er með að fyrirlesturinn, sem er öllum opinn og fer fram í stofu V101, standi í um klukkustund.

Fyrirlesturinn er hluti af Geðheilbrigðisviku í HR sem lýkur í dag. Að vikunni standa sálfræðisvið og náms- og starfsráðgjöf háskólans en með henni er ætlunin að vekja vitund um geðheilbrigði.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×