Eru greinilega að gera eitthvað rétt Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 11:00 Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, tónlistamaðurinn Kristján Freyr Halldórsson (t.h.), og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, eru spenntir fyrir páskunum. vísir/ernir Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fimmtánda sinn á Ísafirði um páskana og í gær var hluti dagskrárinnar tilkynntur. Í tilkynningunni kemur fram að Dimma, JóiPé og Króli, Hatari og Á móti sól muni koma fram á hátíðinni svo einhver dæmi séu tekin. Rokkstjóri hátíðarinnar, tónlistarmaðurinn og Hnífsdælingurinn Kristján Freyr Halldórsson, er að vonum spenntur og trúir því varla að þetta sé í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin. Kristján hefur verið með puttana í skipulagi hátíðarinnar alveg frá upphafi, frá því að hátíðin var haldin fyrst árið 2004. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé fimmtánda hátíðin. Og ég verð að segja fyrir hönd okkar allra sem stöndum að þessu að í hvert einasta sinn sem við förum að hringja í tónlistarfólk þá svarar það kallinu. Við höldum einhvern veginn alltaf að við séum að brenna út en við erum greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján og hlær. „Fólk er alltaf til í að koma. Við reynum líka að gera gott ævintýri úr þessu og ég held að það sé kannski galdurinn.“ Kristján segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðar hátíðin var fyrst sett á laggirnar. Í upphafi var þetta tilraun til að fá fólk í gott partí til Ísafjarðar að sögn Kristjáns. „En þessu var strax vel tekið. Og frá því að vera einhver svona brandari þá hefur þetta þróast yfir í að vera einn af stærstu menningarviðburðum sem haldnir eru úti á landi.“ Kristján segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hvernig allt samfélagið á Ísafirði leggst á eitt við að setja hátíðina upp. „Það er varla einn íbúi sem ekki kemur að hátíðinni með einhverju hættim. Þetta er eiginlega lyginni líkast.“ Þegar Kristján er spurður út í eftirminnilegt atvik frá Aldrei fór ég suður segir hann: „Það kemur endalaust upp í hugann. En eitt sinn kom atvik upp þegar hljómsveitin Hjálmar kom hingað til að spila. Þetta voru fyrstu tónleikarnir Hjálma með nýjum hljóðfæraleikurum frá Svíþjóð. Hópurinn hafði æft eins og ég veit ekki hvað og kom svo keyrandi vestur með fullt af stórum og þungum hljóðfærum. Það var snjóþungt og þetta var löng bílferð.“„En þeir náðu svo bara að spila eitt og hálft lag á tónleikunum sjálfum vegna þess að Dóri Hermanns, kynnirinn okkar þetta árið, sjómaður í kringum sjötugt, nennti ekki að hlusta á reggí-tónlist.“ „Hann stoppaði Hjálma af með því að þakka þeim fyrir og tilkynna hljómsveitina Trabant á svið. Þetta var náttúrulega hræðilegt,“ segir Kristján og hlær. Hann bætir við að í dag geti skipuleggjendur Aldrei fór ég suður og meðlimir Hjálma hlegið að atvikinu. „Það náðu allir sáttum að lokum.“ Að lokum vill Kristján minna á að Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð. „Þetta er meira en bara tónleikahátíð. Það eru allir velkomnir og það kostar ekkert inn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira