Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:59 Nokkuð hefur verið um það að ökumenn hafi ekki virt lokanir. Jóhann K. Jóhannsson Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15