Menntaborgin Reykjavík Skúli Helgason skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar