Innlent

Gátu ekki lent á Kefla­víkur­flug­velli vegna veðurs

Gissur Sigurðsson skrifar
Allar vélarnar héldu áfram til Keflavíkur um tvöleytið í nótt þegar aðeins hafði dregið úr vindi.
Allar vélarnar héldu áfram til Keflavíkur um tvöleytið í nótt þegar aðeins hafði dregið úr vindi. Vísir/Anton Brink.
Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. Ein vél frá Wow lenti þá Akureyri upp úr miðnætti og tvær frá Icelandair á Egilsstöðum um svipað leyti.

Allar vélarnar héldu svo áfram til Keflavíkur um tvöleytið í nótt þegar aðeins hafði dregið úr vindi.

Vélar sem höfðu náð að lenda í Keflavík um það bil sem veðurofsinn var að ná sér á strik, þurftu að bíða allt upp í tvær klukkustundir áður en þær komust að landgöngum og gátu hleypt farþegum út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×