Innlent

Nemum fækkar í Borgarfirði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fækkun menntaskólanema var rædd í ráðhúsinu.
Fækkun menntaskólanema var rædd í ráðhúsinu. vísir/pjetur
Nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa aldrei verið færri en í vetur. Þeir eru nú 112.

„Næsta skólaár gæti nemendafjöldi farið undir 100 þar sem næsti útskriftarárgangur er fámennur,“ segir í fundargerð fræðsluráðs Borgarbyggðar þar sem ræddar voru aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda í framhaldsskólum.

Á hverju skólaári reynir námsráðgjafi í MB að finna þá nemendur sem eru í hættu á brotthvarfi. Það eru sögð vera um 6 prósent í MB sem sé töluvert minna en á landsvísu.

„Allir kennarar eru vel meðvitaðir um stöðu og líðan nemenda og er gripið til aðgerða ef með þarf. Andleg líðan nemenda virðist fremur orsök brotthvarfs en námserfiðleikar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×