Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 18. júní 2018 23:13 Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að börnum sé refsað fyrir gjörðir foreldra þeirra. Stefna ríkisstjórnarinnar nefnist „Zero tolerance“, eða ekkert umburðarlyndi og krefst þess að allir þeir sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verði sóttir til saka. Ef um er að ræða foreldra eru börn þeirra vistuð í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. Fjölmargir hafa gagnrýnt stefnuna harðlega. Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú, hefur sagt stefnuna vera grimma og siðlausa. Talskona Melaniu Trump segir forsetafrúna ekki þola það að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum.Fyrrverandi forsetafrú segir nýja stefnu í málefnum innflytjenda vera grimma og siðlausa.vísir/afpZeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi stefnuna einnig harðlega í dag. „Samtök bandarískra barnalækna hafa kallað þetta grimmilega verklag ríkisstyrkt barnaníð.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það hrikalegt að aðskilja þurfi börn frá foreldrum sínum á landamærunum. Þá kennir hann Demókrataflokknum hvernig komið er fyrir innflytjendalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Hann segir að á sinni vakt muni Bandaríkin ekki verða að flóttamannabúðum. „Bandaríkin verða ekki búðir fyrir landflótta fólk og þau verða ekki flóttamannabækistöð. Það mun ekki verða. Sjáið hvað er að gerast í Evrópu, sjáið hvað gerist annars staðar. Við getum ekki látið það gerast í Bandaríkjunum. Ekki á minni vakt.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að börnum sé refsað fyrir gjörðir foreldra þeirra. Stefna ríkisstjórnarinnar nefnist „Zero tolerance“, eða ekkert umburðarlyndi og krefst þess að allir þeir sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verði sóttir til saka. Ef um er að ræða foreldra eru börn þeirra vistuð í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. Fjölmargir hafa gagnrýnt stefnuna harðlega. Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú, hefur sagt stefnuna vera grimma og siðlausa. Talskona Melaniu Trump segir forsetafrúna ekki þola það að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum.Fyrrverandi forsetafrú segir nýja stefnu í málefnum innflytjenda vera grimma og siðlausa.vísir/afpZeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi stefnuna einnig harðlega í dag. „Samtök bandarískra barnalækna hafa kallað þetta grimmilega verklag ríkisstyrkt barnaníð.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það hrikalegt að aðskilja þurfi börn frá foreldrum sínum á landamærunum. Þá kennir hann Demókrataflokknum hvernig komið er fyrir innflytjendalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Hann segir að á sinni vakt muni Bandaríkin ekki verða að flóttamannabúðum. „Bandaríkin verða ekki búðir fyrir landflótta fólk og þau verða ekki flóttamannabækistöð. Það mun ekki verða. Sjáið hvað er að gerast í Evrópu, sjáið hvað gerist annars staðar. Við getum ekki látið það gerast í Bandaríkjunum. Ekki á minni vakt.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira