Fótbolti

Tveir Íslendingar á meðal 20 elstu á HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kári í baráttu við Sergio Aguero
Kári í baráttu við Sergio Aguero vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason komast á lista yfir 20 elstu leikmenn HM í Rússlandi.

Kári er aldursforseti íslenska liðsins en hann er fæddur í október árið 1982 sem gerir hann að þrettánda elsta leikmanni HM í ár.

Ólafur Ingi er í 17.sæti en hann er fæddur í apríl árið 1983.

Smelltu hér til að sjá samantektina í heild sinni.



Essam El-Hadary, markvörður Egypta, trónir á toppi listans en hann er langelsti leikmaðurinn á HM; fæddur árið 1973. Hann var á varamannabekk Egypta í fyrsta leik en fari svo að hann spili á HM í Rússlandi verður hann elsti maðurinn til að taka þátt í lokakeppni HM. 

Metið er nú í eigu kólumbíska markvarðarins Faryd Mondragon sem var 43 ára gamall þegar hann spilaði með Kólumbíu á HM 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×