Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 07:41 Laura Bush naut töluverðra vinsælda á tíð sinni sem forsetafrú, þrátt fyrir að vinsældir eiginmanns hennar döluðu mikið þegar leið á Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent