Bíó og sjónvarp

Twitter brást vel við Ófærð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fyrsti þáttur annarrar þáttaraðar af Ófærð var frumsýndur í kvöld, á öðrum degi jóla.
Fyrsti þáttur annarrar þáttaraðar af Ófærð var frumsýndur í kvöld, á öðrum degi jóla. RÚV
Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld.

Fyrri þáttaröðin vakti mikla lukku þegar hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu á haustmánuðum 2015 og biðu því margir Íslendingar spenntir eftir þætti kvöldsins. Eftirvæntingin var áþreifanleg á samfélagsmiðlum og af viðbrögðum Íslendinga á Twitter að dæma virðast margir hafa verið límdir við sjónvarpstækin.

Ófærð er framleidd af Baltasar Kormáki og Magnúsi Viðari Sigurðssyni hjá RVK Studios og aðalhlutverk eru sem fyrr í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, Ilmar Kristjánsdóttur og Ingvars E. Sigurðssonar.

Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkur tíst um Ófærðarþátt kvöldsins. Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda ber leikarafjöldinn á góma, reykingaleysið, Smartland og kindur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×