Erlent

Komast hvergi í land

Andri Eysteinsson skrifar
Björgunarsveitarmenn á vegum SOS Mediterranee björguðu 629 manns um helgina.
Björgunarsveitarmenn á vegum SOS Mediterranee björguðu 629 manns um helgina. Vísir/EPA
Skip hjálparsveitarinnar SOS MediterraneeAquarius, sem er við störf við Miðjarðarhafið bjargaði um helgina 629 flóttamönnum, þar af 7 ófrískar konur, úr bráðum sjávarháska þar sem fólk leitaðist eftir að komast til Evrópu en AP greinir frá.

Raunir flóttafólksins halda þó áfram þar sem Aquarius fær hvorki leyfi til að koma inn í ítalskar né maltneskar hafnir.

Skipverjar leituðu fyrst eftir leyfi til að koma í land á Ítalíu en ný ríkisstjórn þar í landi hefur gefið út að Ítalía muni undir þeirra stjórn ekki verða að flóttamannabúðum Evrópu. Nýskipaður innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur lengi verið á móti því að flóttamenn fái að setjast að á Ítalíu. 

Nýr forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte sagðist í færslu á Facebook, hafa haft samband við maltneska forsætisráðherrann Joseph Muscat og beðið um að Malta tæki við þeim sem voru hjálpar þurfi.

Maltnesk yfirvöld neituðu að taka á móti fólkinu og hefur því skipið Aquarius verið á hafi úti í meira en sólarhring og bíður eftir að fá leyfi til að koma í höfn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×