Kristján gefur lítið fyrir mótmæli gegn hvalveiðum: „Þetta hefur ekki áhrif á okkur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júní 2018 20:00 Hvalveiðum var mótmælt viðÆgisgarðí hádeginu, en veiðarnar sem áttu að hefjast í dag munu tefjast um nokkra daga. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir ekkert vit í málflutningi mótmælenda. Til stóð að lagt yrði úr höfn í dag og haldið til hvalveiða í fyrsta sinn eftir tveggja ára hlé. Þó ekki hafi orðið úr því ákvað hópur fólks að koma saman við Ægisgarð og mótmæla fyrirhuguðum veiðum.Segir hvali göfuga og góða „Við erum bara komin hingað til að reyna að vernda hvalina. Þetta eru mjög göfugar og góðar skepnur sem gera mikið fyrir lífríki sjávar og við viljum bara sjá þær í sjónum, en ekki hérna, dregna á eftir bátum,“ sagði Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi og einn skipuleggjandi mótmælanna. Engir hvalir voru þó dregnir eftir bátum í dag. „Það hefur verið svo mikil rigning nú allan maímánuð svo það hefur tekið lengri tíma, hvað varðar að mála og annað hjá okkur utandyra þarna í Hvalfirði. Þetta hefur gengið allt hægar,“ segir Kristján.Viðhald á skipi dregist Þá hafi viðhald á öðru skipi fyrirtækisins sem nú er í slipp orðið umfangsmeira en útlit var fyrir. Því muni veiðarnar dragast nokkuð fram í vikuna hið minnsta. Mótmælendur ætla að halda áfram af fullum krafti eins lengi og til stendur að veiða hval. „Ég hef ekki heyrt nein góð rök fyrir því að við eigum að halda áfram að veiða hval. Það er enginn með næringarskort af því að hann borðaði ekki nógu mikinn hval,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna, sem einnig kom að skipulagningu mótmælanna. „Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi sem hvalir hljóta þegar þeir eru skotnir, sem er ekki hægt að verja með neinum rökum. Þar að auki virðast ekki vera kaupendur fyrir þessum vörum,“ sagði Valgerður enn fremur.„Það passar ekki neitt af þessu“ Kristján gefur aftur á móti lítið fyrir þessi sjónarmið mótmælenda. „Jújú, það finnur alltaf eitthvað til að réttlæta það sem verið er að segja, það passar ekkert af þessu neitt, þetta fólk sem er á móti öllu hér í landinu. Þetta hefur ekki áhrif á okkur allavega,“ segir Kristján. Leyfi var veitt fyrir veiðum á 161 dýri í sumar. Kristján kveðst sannfærður um að markaður sé fyrir allt þetta magn og er spenntur fyrir góðri veiði. „Hvalastofnarnir eru sterkir, það eru engin vandræði með það. Ég reikna með að þeir verði bara hérna á miðunum þar sem við höfum verið síðan 1948, þannig að ég reikna ekki með neinni breytingu á því,“ segir Kristján. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Hvalveiðum var mótmælt viðÆgisgarðí hádeginu, en veiðarnar sem áttu að hefjast í dag munu tefjast um nokkra daga. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir ekkert vit í málflutningi mótmælenda. Til stóð að lagt yrði úr höfn í dag og haldið til hvalveiða í fyrsta sinn eftir tveggja ára hlé. Þó ekki hafi orðið úr því ákvað hópur fólks að koma saman við Ægisgarð og mótmæla fyrirhuguðum veiðum.Segir hvali göfuga og góða „Við erum bara komin hingað til að reyna að vernda hvalina. Þetta eru mjög göfugar og góðar skepnur sem gera mikið fyrir lífríki sjávar og við viljum bara sjá þær í sjónum, en ekki hérna, dregna á eftir bátum,“ sagði Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi og einn skipuleggjandi mótmælanna. Engir hvalir voru þó dregnir eftir bátum í dag. „Það hefur verið svo mikil rigning nú allan maímánuð svo það hefur tekið lengri tíma, hvað varðar að mála og annað hjá okkur utandyra þarna í Hvalfirði. Þetta hefur gengið allt hægar,“ segir Kristján.Viðhald á skipi dregist Þá hafi viðhald á öðru skipi fyrirtækisins sem nú er í slipp orðið umfangsmeira en útlit var fyrir. Því muni veiðarnar dragast nokkuð fram í vikuna hið minnsta. Mótmælendur ætla að halda áfram af fullum krafti eins lengi og til stendur að veiða hval. „Ég hef ekki heyrt nein góð rök fyrir því að við eigum að halda áfram að veiða hval. Það er enginn með næringarskort af því að hann borðaði ekki nógu mikinn hval,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna, sem einnig kom að skipulagningu mótmælanna. „Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi sem hvalir hljóta þegar þeir eru skotnir, sem er ekki hægt að verja með neinum rökum. Þar að auki virðast ekki vera kaupendur fyrir þessum vörum,“ sagði Valgerður enn fremur.„Það passar ekki neitt af þessu“ Kristján gefur aftur á móti lítið fyrir þessi sjónarmið mótmælenda. „Jújú, það finnur alltaf eitthvað til að réttlæta það sem verið er að segja, það passar ekkert af þessu neitt, þetta fólk sem er á móti öllu hér í landinu. Þetta hefur ekki áhrif á okkur allavega,“ segir Kristján. Leyfi var veitt fyrir veiðum á 161 dýri í sumar. Kristján kveðst sannfærður um að markaður sé fyrir allt þetta magn og er spenntur fyrir góðri veiði. „Hvalastofnarnir eru sterkir, það eru engin vandræði með það. Ég reikna með að þeir verði bara hérna á miðunum þar sem við höfum verið síðan 1948, þannig að ég reikna ekki með neinni breytingu á því,“ segir Kristján.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira