Sumir horfðu á strákana okkar en flestir skelltu sér á ströndina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 19:45 Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira