Lífið

Kostuleg mynd Merkel slær í gegn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Myndin sem Merkel birti á Instagram
Myndin sem Merkel birti á Instagram Vísir/AP
Mynd sem Angela Merkel kanslari Þýskalands birti á Instagram hefur farið sem eldur í sinu á netinu. Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. Myndin er frá fundi leiðtoga G7 ríkja sem fram fór í Kanada nú um helgina. Margir hafa velt þessari mynd fyrir sér og þá sérstaklega líkamstjáningu þeirra leiðtoga sem sjást á henni.

Fram hefur komið að um mikinn deilufund var að ræða þar sem Trump hélt reiðilestur yfir hinum þjóðarleiðtogunum um hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin.

Myndir frá mimsunandi sjónarhornum af sama augnabliki hafa einnig komið fram. Sumir segja að að myndin líkist sögulegu málverki.

Hér fer einn notandi Twitter yfir ýmis smáatriði myndarinnar. Smellið á tístið til að sjá þá umræðu. Einhver tók sig svo til og bjó til útgáfu af myndinni í anda hins fræga málverks Leonardo Da Vinci, síðasta kvöldmáltíðin.

Tengdar fréttir

Trump vill Rússa aftur inn í G7

Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.