Myndasyrpa frá Miðhrauni: Tjónið líklega á annan milljarð Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 21:15 Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39