Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 12:13 Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel. Vísir/Rakel Ósk Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53